Sögufélag Austurlands stendur fyrir opnu málþingi á Seyðisfirði laugardaginn 30. september sem hefst klukkan 10.00 árdegis.
Viðfangsefni: Undirbúningur að ritun Sögu Seyðisfjarðar.
Hvetjum allt áhugasamt fólk um söguleg málefni tengd Seyðisfirði til að sækja þennan einstæða viðburð, sem vonandi verður upphafið að því að gera Seyðisfirði verðug skil á vettvangi sagnfræðinnar.
Þátttakendur eru beðnir að skrá sig hér eða með því að hafa samband við Sigurjón Bjarnason í síma 848 3314, netfang: sigurjon@bokstafur.is eða Aðalheiði Borgþórsdóttur 861 7789 netfang: adalheidur.borgthorsdottir@mulathing.is.
Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 25. September.