Fara í efni

Prjónaganga í Íþróttaviku Evrópu

Prjónaganga sem byrjar og endar í Safnahúsinu á Egilsstöðum

Hér áður fyrr var algengt að fólk gengi prjónandi milli bæja og við byrjum gönguna á Héraðsskjalasafni Austfirðinga og fáum að heyra sögur sem tengjast efninu.

Að því loknu höldum við gangandi og prjónandi af stað hring sem endar svo á Bókasafni Héraðsbúa.
Á leiðinni komum við við í Nálahúsinu þar sem Heiður mun kynna starfsemina fyrir okkur.

Við komuna á Bókasafnið verður heitt á könnunni og kynning á þeim handavinnubókum sem til eru á safninu.

Öll prjónandi velkomin, klædd eftir veðri 🙂
#BeActive 

Sjá viðburð á Facebook https://fb.me/e/6GpR7sKJq

Getum við bætt efni þessarar síðu?