Fara í efni

Síðdegissirkus í Fellabæ

Húlladúllan og Þristurinn bjóða börnum 6 ára og eldri sérstakt síðdegissirkusnámskeið dagana 22., 23. og 24. maí 2023.
 
6 - 9 ára kl. 16:00 - 17:00 hvern dag.
10 ára og eldri kl. 17:00 18:00 hvern dag.
 
Þáttökugjald fyrir alla þrjá dagana er 3000 krónur en 1500 krónur fyrir stakan dag. Smellið hér til að skrá þátttakendur til leiks: https://forms.gle/eVAzKKBeVsazrH7T7
 
Í boði verða fjölbreyttar sirkuslistir, t.d. húlla, loftfimleikar í silki, blómaprik, sirkusfimleikar og píramídar, djöggl, jafnvægisfjaðrir, kínverskir snúningsdiskar, kasthringir, veltibretti og fimleikaborðar.
Húlladúllan er Unnur María Máney, sjálfstætt starfandi sirkuslistakona, búsett á Ólafsfirði. Hún er lærður sirkuskennari og hefur kennt og sýnt með Sirkus Íslands og breska sirkusnum Let’s Circus auk þess að koma fram á ýmsum viðburðum á alþjóðlegri grundu.
 
Nánari upplýsingar: https://hulladullan.is/2022/10/18/siddegissirkus-fellabae/
Facebook viðburður: https://fb.me/e/2UovYrQ87
Getum við bætt efni þessarar síðu?