Fara í efni

Skógardagurinn mikli

Hallormsstaðaskógur 21. júní 2025 kl. 12:00-16:00

Skógardagurinn mikli verður haldinn laugardaginn 21. júní í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi.

Hátíðin hefst kl. 12:00 með fyrri hluta árlegrar skógarhöggskeppni auk þess sem Náttúruskólinn stýrir ýmsum þrautum og leikjum fyrir börn. 

Klukkan 13:00 hefst formleg skemmtidagskrá í Mörkinni. 

Félag nautgripabænda á Héraði og Fjörðum býður upp á heilgrillað naut og Félag sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum býður upp á grillað lambakjöt. 

Þá verður einnig boðið uppá ketilkaffi, lummur, pylsur og ormabrauð að hætti skógarmanna. 

Nánar á Facebook síðu Skógardagsins. 

Getum við bætt efni þessarar síðu?