Fara í efni

Sýningaropnun / exhibition opening: Er ekki lengur | No Longer | لَمْ تَعُدْ

SÝNINGAROPNUN:
NERMINE EL ANSARI
Er ekki lengur | No Longer | لَمْ تَعُدْ


Skaftfell Listamiðstöð Austurlands býður ykkur velkomin á opnun á nýrri innsetningu eftir hina franskfæddu, egypsku listakonu Nermine El Ansari sem ber nafnið Er ekki lengur. Sýningin, lýkt og verk El Ansari oft á tíðum, fjallar um útlegð og tilfærslu, og er hugsuð sem viðbragð við atburðum 7. október - árás Hamas á Ísrael sem markaði endurvakningu á langvarandi átökum og í kjölfarið hefndaraðgerðir Ísraelshers á Gaza sem hafa leitt til stórfellds missis: dauða, eyðileggingar og landflótta. Innsetningin kallar á áhrifaríkan hátt fram harmleikinn sem á sér stað.

El Ansari yfirgaf heimili sitt í Kaíró í kjölfar arabíska vorsins sem átti sér stað í Miðausturlöndum og Norður-Afríku í lok tíunda áratugarins. Hún flutti til Íslands þar sem hún starfaði sem þýðandi úr arabísku yfir á ensku fyrir Útlendingastofnun og samtökin Samtökin 78. Bæði í vinnu sinni og list hefur El Ansari verið mjög upptekin af mannréttindum og reisn, og hugmyndum um heimili og heimaland.

Þegar komið er inn á sýninguna í Skaftfelli heyrir áhorfandinn rödd súdanska skáldsins, rithöfundarins og aðgerðasinnans Moneim Rahama (sem nú er í útlegð í Frakklandi), sem les „Er ekki lengur“, ljóð skrifað 23. október síðastliðinn. Raddupptakan er sett saman við hljóðverk sem samið var fyrir sýninguna. Innsetningin felur í sér samsetningu af myndum eftir El Ansari sem bregðast við bæði persónulegri reynslu og sögum fólks sem hún hefur unnið náið með sem staðið hefur frammi fyrir nauðungarflótta.

Listamaðurinn vill þakka Moneim Rahama, Adam Świtała, Piotr Pawlus og Rania Berro fyrir samstarfið.

Verkefnið er á vegum Skaftfells og gert mögulegt með veglegum styrk frá Myndstef. Skaftfell þakkar stuðning frá Menningar- og viðskiptaráðuneytinu, Múlaþingi og Uppbyggingarsjóði Austurlands.
______________________________________________________________

EXHIBITION OPENING:
NERMINE EL ANSARI
Er ekki lengur | No Longer | لَمْ تَعُدْ


Skaftfell Art Center welcomes you to the opening of a new installation titled No Longer, by the French-born, Egyptian artist Nermine El Ansari. As an extension of the artist’s practice, which is concerned with issues of exile and displacement, the installation has been conceived in response to the events of October 7 – the Hamas attack on Israel marking the resurgence of a long-lasting conflict and the subsequent retaliation by the Israeli military on Gaza that has resulted in massive losses: death, destruction, and displacement – poignantly evoking the unfolding tragedy.

El Ansari left her home in Cairo in the aftermath of the Arab Spring revolts that took place in the Middle East and North Africa at the end of 2010s. She moved to Reykjavík, Iceland, where she worked as an interpreter from Arabic to English for the Icelandic Directorate of Immigration and the LGBTQIA+ organization Samtökin78. In both her work and art, El Ansari has been deeply engaged with issues of human rights and dignity, and notions of home and homeland.

Upon entering the exhibition at Skaftfell the viewer hears the voice of the Sudanese poet, writer, and activist Moneim Rahama (presently exiled in France), who reads “No Longer,” a poem written on October 23. The voice recording is layered with a composed sound work. The immersive installation includes a montage of images El Ansari created in response to both personal experience and stories told by people facing forced displacement with whom she has worked closely.

The artist wishes to thank Moneim Rahama, Adam Świtała, Piotr Pawlus, and Rania Berro for their collaboration.

The project was commissioned by Skaftfell and made possible by a generous grant from Myndstef, The Icelandic Visual Art Copyright Association. Skaftfell Art Center is grateful for support from the East Iceland Development Fund, the Ministry of Culture and Business, and Múlaþing.

Getum við bætt efni þessarar síðu?