Fara í efni

Jafnlaunastefna Múlaþings

Stefna Múlaþings er að allt starfsfólk skal fá greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Óútskýrður launamunur hjá Múlaþingi verði aldrei meiri en 3.5% og ávallt sem næst 0%.

Sveitarfélagið hefur innleitt verklag og skilgreint viðmið við ákvörðun launa og annara kjara þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertrar starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu. Starfsfólki er ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs svo.

Til að framfylgja jafnlaunastefnunni og uppfylla kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 skuldbindur sveitarfélagið Múlaþing sig til að:

  • Skjalfesta, innleiða og viðhalda jafnlaunakerfinu.
  • Stunda stöðugar umbætur og eftirlit á jafnlaunakerfinu og bregðast við eftir þörfum.
  • Æðstu stjórnendur rýni jafnlaunamarkmið og árangur jafnlaunakerfisins árlega.
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem eru í gildi á hverjum tíma.
  • Kynna stefnuna árlega fyrir starfsfólki sveitarfélagsins.
  • Hafa stefnuna aðgengilega almenningi á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt í byggðaráði 16. mars 2021

Síðast uppfært 26. apríl 2021
Getum við bætt efni þessarar síðu?