Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag, Gamla frystihúsið

14.09.2021

Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004-2016. Aðalskipulagsbreyting vegna Gamla frystihússins.

Deiliskipulag fyrir lóð Gamla frystihússins.

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum þann 8. september 2021 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016. Breytingin er auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur í sér stækkun á reit BV6 (Verslun og þjónusta) en á reitnum er í dag Hótel Blábjörg, sem eitt sinn var frystihús. Svæðið sem stækkunin nær til er opið svæði við fjöruborðið ásamt íbúðarlóð aftan við opið svæði. Breytingin leiðir af sér minnkun á aðliggjandi reitum, þ.e. reit ÍB4 (Íbúðarsvæði) og opnu svæði.

Jafnframt er auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir sama svæði, lóð Gamla frystihússins, sbr. 1. og 2. mgr. 41. gr. laga nr.123/2010.

Hægt er að nálgast skipulagstillögurnar hér fyrir neðan og á skrifstofum sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum og Hreppsstofu, Borgarfirði eystri. Aðalskipulagstillagan mun jafnframt liggja frammi hjá Skipulagsstofnun á auglýsingatíma. 

Breyting á aðalskipulagi, greinagerð

Breyting á aðalskipulagi, uppdráttur

Deiliskipulag

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn skriflegar ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings, Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 29. október 2021.

Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest telst samþykkur þeim.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings.

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?