Fara í efni

Efnistökusvæði og íbúðabyggð við Jörfa, aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag

11.01.2023

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi 14. desember 2022 að tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 fyrir þéttbýli og efnistökusvæði í Fjarðará yrði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða er auglýst tillaga að nýju deiliskipulag fyrir íbúðabyggð við Jörfa, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast tillögurnar á skrifstofum sveitarfélagsins og hér neðar í fréttinni.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við þær. Athugasemdum skal skilað til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilsstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 23. febrúar 2023.

Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest telst samþykkur þeim.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

Skipulagsgögn

Aðalskipulagsbreyting, greinargerð.

Aðalskipulagsbreyting, uppdráttur.

Deiliskipulag, greinargerð.

Deiliskipulag, uppdráttur.

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?