Fara í efni

Fjarðarheiðargöng, aðalskipulagsbreytingar

14.07.2022

Múlaþing kynnir vinnslutillögur fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 og Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingarnar tengjast fyrirhuguðum framkvæmdum við jarðgöng undir Fjarðarheiði. Við Seyðisfjörð er um að ræða staðsetningu gangamunna, nýja veglínu og undirgöng, efnistökusvæði, breytta landnotkun vegna færslu á golfvelli auk skilgreininga á nýjum göngu-, hjóla- og reiðleiðum. Héraðsmegin fjallar breytingin um staðsetningu gangamunna og legu stofnvega frá honum.

Upptökur af kynningum vinnslutillaganna má sjá hér að neðan ásamt viðeigandi skipulagsgögnum. Jafnframt verður hægt að nálgast tillögurnar á skrifstofum sveitarfélagsins á Egilsstöðum og Seyðisfirði. Gert er ráð fyrir að tillögurnar verði kynntar á opnu húsi á Egilsstöðum og Seyðisfirði í ágúst og verða þær nánar auglýstar síðar.

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 25. ágúst 2022.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings
Sigurður Jónsson

Skipulagsgögn

Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, greinargerð og uppdrættir, dags. 14. júlí 2022

Breyting á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030, greinargerð, dags. 1. júlí 2022

Breyting á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030, þéttbýlisuppdráttur, dags. 1. júlí 2022

Breyting á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030, sveitarfélagsuppdráttur, dags. 1. júlí 2022

Kynningar

Getum við bætt efni þessarar síðu?