Fara í efni

Melshorn, nýtt deiliskipulag, Tillaga

19.05.2022

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að auglýst verði tillaga fyrir nýtt deiliskipulag vegna hreinsivirkis við Melshorn í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast tillöguna á skrifstofu sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum eða hér neðar í fréttinni.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Athugasemdum skal skilað til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilsstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 30. júní 2022.

Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

 

Gögn í auglýsingu:

Greinargerð, dags. 5.4.22

Uppdráttur, dags. 5.4.22

Getum við bætt efni þessarar síðu?