Fara í efni

Múlaþing - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

05.01.2021

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir grunnskóla og leikskóla við Einhleyping í Fellabæ

Sveitarstjórn Múlaþings auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir grunnskóla og leikskóla í Fellabæ, skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér svæði fyrir leikskóla vestan við Fellaskóla, færslu á mörkum skipulagssvæðisins til að rúma svæði fyrir leikskólann. Auknar heimildir eru fyrir viðbyggingu við grunnskólann, gerðar breytingar á skilmálum í greinargerð og bætt inn kafla um leikskólann.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Múlaþings, Lyngási 12 Egilsstöðum frá og með fimmtudeginum 17. desember nk. til mánudagsins 1. febrúar 2021. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Múlaþings á sama tíma.

Þriðjudaginn 5. janúar 2021 kl. 17:00 verður kynningarfjarfundur um tillögu að breytingu á deiliskipulaginu. Vegna samkomutakmarkana og sóttvarnarráðstafana fer fundurinn fram í gegnum Facebook síðu Múlaþings.

Hægt verður að senda inn rafrænar fyrirspurnir (komment) á Facebook á meðan á fundinum stendur og verður þeim svarað að kynningu lokinni. Frekari upplýsingar um fundinn og tillöguna má finna á vef Múlaþings, mulathing.is

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til mánudagsins 1. febrúar 2021. Skila skal athugasemdum til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilsstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 1. febrúar 2021.

Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni.

Hlekkur á deiliskipulagstillögu

 

Skipulagsfulltrúinn í Múlaþingi

Sigurður Jónsson.

Getum við bætt efni þessarar síðu?