Vegna sumarfría starfsfólks verða skrifstofur Múlaþings lokaðar í júlí sem hér segir: Á Borgarfirði, Seyðisfirði og Djúpavogi frá og með mánudeginum 7. júlí til og með föstudeginum 1. ágúst. Á Egilsstöðum frá og með mánudeginum 21. júlí til og með föstudeginum 1. ágúst.
16.07.25Fréttir
Seyðisfjarðarfréttir
Gaman að segja frá því að miklar framkvæmdir eiga sér stað á Seyðisfirði þessa sumardaga.
11.07.25Fréttir
Óskað eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga
Múlaþing óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2025. Viðurkenningunum er ætlað að vekja athygli þeim lóðum og lögbýlum sem þykja til fyrirmyndar í sveitarfélaginu.
08.07.25Fréttir
Frá bókasöfnunum í Múlaþingi
Leitir.is og Rafbókasafnið verða óaðgengileg á laugardaginn 12. júlí og sunnudaginn 13. júlí vegna kerfisvinnu. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að valda.
04.07.25Fréttir
Landeigendur fjarlægi ónýtar girðingar
Víða í sveitarfélaginu er viðhaldi girðinga ábótavant og þörf á að bæta úr. Af því tilefni eru landeigendur og umráðamenn lands beðnir um að huga vel að ástandi girðinga og ýmist halda girðingum vel við eða fjarlægja þær sem eru ónothæfar og óþarfar.
03.07.25Tilkynningar
Breytt akstursleið strætó vegna framkvæmda í Árskógum
Akstursleið strætó um Árskóga verður breytt í dag fimmtudag 3. júlí á meðan gatan er lokuð vegna framkvæmda. Fyrirhugað er að opna Árskóga aftur fyrir lok dags.
03.07.25Fréttir
Rýnt í lággróðurinn á sumarsýningu ARS LONGA
Sumarsýning samtímalistasafnsins ARS LONGA á Djúpavogi var opnuð við hátíðlega athöfn og að viðstöddu fjölmenni um liðna helgi. Á sýningunni sem ber yfirskriftina Í lággróðrinum kannar listafólk með fjölbreyttum hætti flókin tengslanet sem tengja okkur við landið, sameiginlegt minni og sögulega framvindu tímans.
03.07.25Fréttir
Fundur með Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Þann 18. júní heimsóttu fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga Austurland og funduðu með fulltrúum sveitarstjórna í öllum sveitarfélögunum fjórum auk þess að koma við hjá Austurbrú.