Fara í efni

Borgarfjörður

Snjóflóðavarnir undir Bjólfi, Seyðisfirði

Íbúar Seyðisfjarðar athugið! Boðað er til fundar vegna snjóflóðavarna undir Bjólfinum. Aldan og Bakkahverfi 2. áfangi Það hillir undir lok verkhönnunar á snjóflóðavarnargörðum undir Bjólfinum og komið að því að kynna hönnunina fyrir sveitarfélaginu og íbúum áður en verkið verður sett í útboð. Þetta er risaverkefni sem verður í gangi næstu 5-6 árin og því mikilvægt að íbúar kynnir sér málin vel. Að því tilefni er boðað til almenns kynningarfundar þriðjudaginn þann 18.5.2021 klukkan 17:15 í Herðubreið – bíósal.

Davíðsstaðir, breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag

Auglýst er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er varðar breytingu á landnotkun á Davíðsstöðum (áður Hleinagarður III). Samhliða er auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Davíðsstaði.

Aðalfundur Neista

Aðalfundur Neista Ungmennafélagið Neisti boðar hér með til aðalfundar Neista 2021. Hann verður haldinn þriðjudaginn 25. maí klukkan 20:00 á Hótel Framtíð Djúpavogi.

Kynningarfundur um Úthéraðsverkefni

Haldinn verður kynningarfundur um verkefnið Úthérað – náttúruvernd og efling byggða miðvikudaginn 12. maí klukkan 20.00. Verkefnið er hluti af byggðaáætlun en er jafnframt hluti af verkefni sem Fljótsdalshérað hefur unnið að á undanförnum árum um möguleika náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu á Úthéraði. Fundurinn verður fjarfundur og fer fram í gegnum Teams.

 

 

Kortasjá

Kortasjá