Úthlutun styrkja til menningarstarfs í Múlaþingi
Múlaþing er ríkt af skapandi og drífandi fólki sem sýnir sig í gæðum og fjölbreytni umsókna. Meðal verkefna sem eru styrkt eru fjöldi tónleika sem spanna nánast alla flóruna, myndlistarverkefni, námskeiðahald, listsýningar, bókaútgáfur, leiksýningar og sirkus.