Fara í efni

Djúpivogur

Fljótsdalshérað

Borgarfjörður

Seyðisfjörður

Eyrarrósin auglýsir eftir umsóknum

Allt frá árinu 2005 hafa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair (áður Flugfélag Íslands) staðið saman að Eyrarrósinni; viðurkenningu sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrirkomulag viðurkenningarinnar hefur verið með svipuðu sniði allt frá upphafi, en við endurnýjun samstarfssamnings í ár var ákveðið að endurskoða skipulagið með það í huga að styrkja Eyrarrósina enn frekar sem raunverulegan bakhjarl lista- og menningarlífs utan höfuðborgarsvæðisins. Samráð var haft við menningarfulltrúa á landsbyggðinni í því ferli.

Grenndarkynning á framkvæmdum við Djúpavogskirkju

Heimastjórn Djúpavogs staðfesti á fundi sínum 29. mars 2021 bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings frá 24. mars 2021 um að fyrirhugaðar framkvæmdir við Djúpavogskirkju skyldu grenndarkynntar í samræmi við 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun ráðsins gerir ráð fyrir því að arkitekt kirkjunnar verði umsagnaraðili áformanna en þau verði jafnframt kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum.

Borgarfjörður úhlutun leiguíbúða

Sveitarfélagið Múlaþing auglýsir til leigu íbúðarhúsnæði á Borgarfirði. Um er að ræða íbúð í nýbyggðu parhúsi að Lækjarbrún.  Heimastjórn Borgarfjarðar mun útdeila íbúðinni í samræmi við reglur sveitarfélagsins. Umsækjendum íbúða er bent á að skattframtal síðasta árs þarf að fylgja umsókn. Athugið! Umsóknir berist í tölvupósti á jon.thordarson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppstofu, 720 Borgarfirði eystra, ekki í gegnum þjónustugátt.

Ekkert nýtt smit hefur greinst á Austurlandi nýverið

Ástandið í fjórðungi drekans telst því nokkuð gott þrátt fyrir allt. Öll teljast smitin til landamærasmita en ekki samfélags. Þau fundust í tíma og eru einangruð eins og hægt er. Hætta er því hverfandi á dreifingu þeirra.

 

 

Kortasjá

Kortasjá