Fara í efni

Framboð í heimastjórn Borgarfjarðar

Hér munu birtast þau framboð sem óskað hefur verið eftir að séu birt.

Senda inn upplýsingar um framboð

Ólafur Arnar Hallgrímsson.
Skálabergi, Borgarfjörður eystri.

Ágætu sveitungar, kæru Borgfirðingar

Ég hef setið í heimastjórn á Borgarfirði eystri þetta stutta kjörtímabil.

Það hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt að takast á við þetta verkefni.

Finnst mér að heimastjórnin á Borgarfirði hafi haft áhrif á mál Múlaþings er varða Borgarfjörð. Tel ég að heimastjórnir séu nauðsynlegar í okkar stóra sveitarfélagi og jafnvel að heimastjórnir fái stærra hlutverk í rekstri hvers byggðakjarna, innan fjárheimilda Múlaþings. En nauðsynlegt er að hlutverk „Staðgengils sveitarstjóra“ verði skilgreint nánar en nú er.

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í heimastjórn á Borgarfirði næsta kjörtímabil.

Síðast uppfært 12. maí 2022
Getum við bætt efni þessarar síðu?