Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

50. fundur 13. apríl 2022 kl. 12:30 - 13:45 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Ársreikningur Múlaþings 2021

Málsnúmer 202204052Vakta málsnúmer

Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar sátu kynningu á ársreikningi Múlaþings fyrir árið 2021 undir fundi byggðaráðs, en öllum sveitarstjórnarfulltrúum stóð til boða að sitja kynningu endurskoðenda á ársreikningnum sem hófst kl. 12:30.

Eftirtaldir kjörnir fulltrúar sátu kynningu á ársreikningnum:
Berglind Harpa Svavarsdóttir, Jakob Sigurðsson, Gauti Jóhannesson, Stefán Bogi Sveinsson, Þröstur Jónsson, Kristjana Sigurðardóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson, Vilhjálmur Jónsson, Hildur Þórisdóttir.

Magnús Jónsson og Sigurjón Örn Arnarsson endurskoðendur KPMG mættu á fundinn og kynntu ársreikning og drög að endurskoðunarskýrslu Múlaþings fyrir árið 2021, ásamt Guðlaugi Sæbjörnssyni fjármálastjóra.
Jafnframt var lagt fram ábyrðar- og skuldbindingaryfirlit í árslok 2021.

Endurskoðendur og fjármálastjóri svöruðu einnig fyrirspurnum fundarmanna varðandi ýmsa þætti ársreikningsins. Að lokinni kynningu var þeim þökkuð koman og greinargóðar upplýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa ársreikningi og drögum að endurskoðunarskýrslu Múlaþings fyrir árið 2021 til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Jafnframt verður ársreikningurinn birtur í Kauphöllinni að lokinni áritun byggðaráðs og sveitarstjóra, eins og reglur segja til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 13:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?