Fara í efni

Ársreikningur Múlaþings 2021

Málsnúmer 202204052

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 50. fundur - 13.04.2022

Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar sátu kynningu á ársreikningi Múlaþings fyrir árið 2021 undir fundi byggðaráðs, en öllum sveitarstjórnarfulltrúum stóð til boða að sitja kynningu endurskoðenda á ársreikningnum sem hófst kl. 12:30.

Eftirtaldir kjörnir fulltrúar sátu kynningu á ársreikningnum:
Berglind Harpa Svavarsdóttir, Jakob Sigurðsson, Gauti Jóhannesson, Stefán Bogi Sveinsson, Þröstur Jónsson, Kristjana Sigurðardóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson, Vilhjálmur Jónsson, Hildur Þórisdóttir.

Magnús Jónsson og Sigurjón Örn Arnarsson endurskoðendur KPMG mættu á fundinn og kynntu ársreikning og drög að endurskoðunarskýrslu Múlaþings fyrir árið 2021, ásamt Guðlaugi Sæbjörnssyni fjármálastjóra.
Jafnframt var lagt fram ábyrðar- og skuldbindingaryfirlit í árslok 2021.

Endurskoðendur og fjármálastjóri svöruðu einnig fyrirspurnum fundarmanna varðandi ýmsa þætti ársreikningsins. Að lokinni kynningu var þeim þökkuð koman og greinargóðar upplýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa ársreikningi og drögum að endurskoðunarskýrslu Múlaþings fyrir árið 2021 til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Jafnframt verður ársreikningurinn birtur í Kauphöllinni að lokinni áritun byggðaráðs og sveitarstjóra, eins og reglur segja til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 22. fundur - 13.04.2022

Björn Ingimarsson sveitarstjóri lagði fram til fyrri umræðu ársreikning Múlaþings fyrir árið 2021, ásamt endurskoðunarskýrslu frá KPMG.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Múlaþings fyrir árið 2021 til seinni umræðu í byggðaráði og sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 23. fundur - 11.05.2022

Björn Ingimarsson sveitarstjóri lagði fram ársreikning Múlaþings fyrir árið 2021 til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2021 námu 7.860 milj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 6.777 millj. kr.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir námu alls 6.854 millj. kr. í samanteknum ársreikningi 2021 fyrir A og B hluta, þar af námu rekstrargjöld A hluta 6.461 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta námu 421 millj. og þar af 236 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 466 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 366 millj. í A hluta.
Eftir fjármagnsliði og afskriftir var rekstrarafkoma ársins jákvæð um 92 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Þar af var afkoma A-hluta neikvæð um 287 millj. kr. Fyrir fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 585 millj. kr., þar af 80 millj. kr. í A hluta.
Veltufé frá rekstri var jákvætt um 1.070 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 438 millj. kr.
Fjárfestingahreyfingar ársins námu nettó 753 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 526 millj. í A hluta.
Lántökur námu 716 millj. kr á árinu 2021, en afborganir af lánum og leiguskuldbindingum námu 766 millj. kr. á árinu 2021.
Eignir samkvæmt efnahagsreikningi námu 13.454 millj. kr. í árslok 2021 fyrir A og B hluta, þar af nema heildareignir A hluta 8.823 millj. kr. í árslok 2021.

Heildarskuldir og skuldbindingar námu 10.785 millj. kr. í árslok 2021 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 7.704 millj. kr.

Ársreikningurinn í heild sinni er að öðru leyti aðgengilegur á heimasíðu Múlaþings.

Til máls tóku: Gauti Jóhannesson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hildur Þórisdótttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Stefán Bogi Sveinsson, Þröstur Jónsson, Vilhjálmur Jónsson og Björn Ingimarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samstæðureikning Múlaþings fyrir árið 2021 við síðari umræðu, en fyrri umræða um hann fór fram 13. apríl sl. og var hann birtur í Kauphöllinni þann sama dag.
Með ársreikningi liggur einnig fyrir endurskoðunarskýrsla KPMG og ábyrgðar- og skuldbindingayfirlit í árslok 2021.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?