Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

66. fundur 07. nóvember 2022 kl. 09:30 - 11:50 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varamaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir varamaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi að stjórnsýslusviði

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu drög að fjárhagsáætlun Múlaþings 2023-2026.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árin 2023-2026 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með 4 atkv og einn sat hjá (Eyþór Stefánsson)

Eyþór Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Austurlistans:
Austurlistinn telur óskynsamlegt að lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda úr 0,5% í 0,475 %. Áhrif þess eru lækkun tekna sveitarfélagsins af fasteignagjöldum um u.þ.b. 20 milljónir og framlög úr jöfnunarsjóði lækka um 11 milljónir 2023.
Austurlistinn vill að úr því að svigrúm er til lækkunar gjalda eigi að lækka þau með markvissari hætti án þess að það skerði framlög úr jöfnunarsjóði. Þannig er hægt að veita íbúum afslátt á gjöldum allt að 31 milljón t.d með minni hækkunum á leikskólagjöldum, skólamáltíðum eða hækkun tómstundastyrks.

2.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202210063Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun til aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður í Þorlákshöfn föstudaginn 11. nóvember 2022 kl. 13:00.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að tilnefna Jónínu Brynjólfsdóttur sem fulltrúa Múlaþings í stjórn Samtaka orkusveitarfélaga og að viðkomandi fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi samtakanna.

Þröstur Jónsson bar upp breytingartillögu
Byggðaráð samþykkir að tilnefna Þröst Jónsson sem fulltrúa Múlaþings í stjórn Samtaka orkusveitarfélaga og að viðkomandi fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi samtakanna.

Felld með þremur atkvæðum, einn samþykkti (ÁMS) og einn sat hjá (ES)

Fyrri tillaga borin upp til atkvæðagreiðslu og samþykkt með 4 atkvæðum einn sat hjá (ÁMS)



Fundi slitið - kl. 11:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?