Fara í efni

Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 52. fundur - 03.05.2022

Fjármálastjóri fór yfir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir Múlaþing. Unnið er að því að hægt verði að afgreiða tillögu rammaáætlunar fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026 í lok júní eða byrjun júlí.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 55. fundur - 18.05.2022

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir drög að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 er varðar umhverfis- og framkvæmdamál auk hafnarsjóðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings. Ráðið leggur þó áherslu á að við áframhaldandi vinnslu fjárhagsáætlunar fari nýtt umhverfis- og framkvæmdaráð vel yfir alla þætti áætlunarinnar. Þá bendir ráðið á að þó gert sé ráð fyrir umtalsverðum fjárfestingum á vegum sveitarfélagsins á komandi árum þá eru mörg brýn verkefni fyrirliggjandi og því mikilvægt að allra leiða verði leitað til að auka svigrúm til fjárfestinga á næstu árum sé þess nokkur kostur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 57. fundur - 21.06.2022

Rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023-2026 lögð fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 54. fundur - 21.06.2022

Fjármálastjóri og sveitarstjóri kynntu tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa rammaáætlun eins og hún liggur fyrir fundinum til afgreiðslu í sveitarstjórn 29. júní nk.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 25. fundur - 29.06.2022

Sveitarstjóri kynnti tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026.

Til máls tók: Berglind Harpa Svavarsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir rammaáætlunina eins og hún liggur fyrir fundinum og vísar henni til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar á komandi hausti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 59. fundur - 06.09.2022

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 29. júní 2022.

Byggðaráð Múlaþings - 60. fundur - 20.09.2022

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 29. júní 2022.

Byggðaráð Múlaþings - 61. fundur - 27.09.2022

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 29. júní 2022.

Byggðaráð Múlaþings - 62. fundur - 04.10.2022

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 29. júní 2022. Einnig kom inn á fundinn, undir þessum lið, atvinnu- og menningarmálastjóri og fór yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir atvinnu- og menningarmál.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 09:00

Byggðaráð Múlaþings - 63. fundur - 18.10.2022

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 29. júní 2022.

Byggðaráð Múlaþings - 64. fundur - 25.10.2022

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 29. júní 2022. Einnig var farið yfir tillögu að 10 ára fjárfestingaráætlun er unnið er að hjá umhverfis- og framkvæmdaráði.

Byggðaráð Múlaþings - 65. fundur - 01.11.2022

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 29. júní 2022. Einnig var farið yfir tillögu að 10 ára fjárfestingaráætlun er unnið er að hjá umhverfis- og framkvæmdaráði. Undir þessum lið komu inn á fundinn umhverfis- og framkvæmdamálastjóri og Atvinnu- og menningarmálastjóri.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 09:00
  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 09:50

Byggðaráð Múlaþings - 66. fundur - 07.11.2022

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu drög að fjárhagsáætlun Múlaþings 2023-2026.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árin 2023-2026 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með 4 atkv og einn sat hjá (Eyþór Stefánsson)

Eyþór Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Austurlistans:
Austurlistinn telur óskynsamlegt að lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda úr 0,5% í 0,475 %. Áhrif þess eru lækkun tekna sveitarfélagsins af fasteignagjöldum um u.þ.b. 20 milljónir og framlög úr jöfnunarsjóði lækka um 11 milljónir 2023.
Austurlistinn vill að úr því að svigrúm er til lækkunar gjalda eigi að lækka þau með markvissari hætti án þess að það skerði framlög úr jöfnunarsjóði. Þannig er hægt að veita íbúum afslátt á gjöldum allt að 31 milljón t.d með minni hækkunum á leikskólagjöldum, skólamáltíðum eða hækkun tómstundastyrks.

Sveitarstjórn Múlaþings - 29. fundur - 09.11.2022

Fyrir fundinum liggur fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2023, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2024 - 2026, sem vísað var frá byggðaráði til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Eyþór Stefánsson, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir sem m.a. svaraði fyrirspurn Hildar, Pétur Heimirsson, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason, Pétur Heimirsson, Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson, Pétur Heimirsson með andsvar, Þröstur Jónsson með andsvar, Ásrún Mjöll Stefánsson og Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillögur lagðar fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2023, ásamt þriggja ára áætlun, til síðari umræðu í byggðaráði og sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2023 verði óbreytt, eða 14,52%.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Austurlistinn bar upp eftirfarandi bókun:
Austurlistinn getur ekki samþykkt um það bil 20 milljón króna lækkun fasteignagjalda þar sem því fylgir nærri 11 milljóna króna skerðing á framlagi Jöfnunarsjóðs. Í fjárhagsáætlun þar sem svo til öll gjöld hækka telur Austurlistinn ekki skynsamlegt að lækka einmitt þau gjöld sem skerða framlög úr Jöfnunarsjóði. Austurlistinn vill að það svigrúm sem virðist vera til staðar í A - hluta sé frekar nýtt til að lækka gjöld sem ekki hafa áhrif á framlög sjóðsins öllum íbúum sveitarfélagsins til heilla. Við teljum að íbúum Múlaþings sé sama hvað gjöldin sem þeir greiða heiti. Þannig mætti horfa til þeirra gjalda sem fasteignaeigendur greiða sem skerða ekki framlög jöfnunarsjóðs. Enn fremur myndi Austurlistinn setja í forgang til dæmis hækkun tómstundastyrks, óbreytta gjaldskrá leikskólagjalda og skólamáltíða og hækkun systkinaafsláttar í leikskólum.

Byggðaráð Múlaþings - 67. fundur - 15.11.2022

Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2023, ásamt þriggja ára áætlun, sem sveitarstjórn vísaði til byggðaráðs til síðari umræðu.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 68. fundur - 22.11.2022

Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2023, ásamt þriggja ára áætlun, sem sveitarstjórn vísaði til byggðaráðs til síðari umræðu.

Í vinnslu.

Helgi Hlynur Ásgrímsson lagði til eftirfarandi tillögu:
Byggðaráð beinir því til sveitarstjórnar að lækka greiðslur fyrir nefndarformensku og formensku í heimastjórnum úr 7,5% af þingfarakaupi í 5% til samræmis við greiðslur í öðrum sveitarfélögum.

Samþykkt með einu atkvæði (HHÁ),þrír á móti (BHS,VJ,ÍKH) og einn sat hjá (HÞ)

Helgi Hlynur Ásgrímsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Nefndakerfi og launakjör kjörinna fulltrúa í Múlaþingi voru tekin nær óbreytt upp eftir kerfi Norðurþings að öðru leiti en því, að Múlaþing tók upp heimastjórnarkerfið. Svo gerðist það án sérstakrar umræðu í undirbúningsnefnd sameiningarinnar að greiðsla fyrir formennsku í nefndum fór úr 5% af þingfararkaupi í 7,5%. Greiðsla til annars nefndarfólks er 3% af þingfararkaupi. Undirritaður hefur engin dæmi fundið um slíkan mun á greiðslum fyrir nefndarformennsku annars vegar og greiðslum til annars nefndarfólks hins vegar. Algengur munur í öðrum sveitarfélögum er 25% til 67% en í Múlaþingi er hann 150%. Fulltrúar meirihlutans fara með formennsku á 12 af 13 föstum mánaðarlegum fundum svo þessi ofrausn skekkir líka óþarflega mikið afkomu kjörinna meiri- og minnihluta fulltrúa. Hvað réttlætir svo mikið hærri greiðslur fyrir formennsku í nefndum og ráðum Múlaþings miðað við önnur sveitarfélög. Slíkar skýringar hafa fulltrúar meirihlutans aldrei lagt fram þó um hafi verið spurt.
Getum við bætt efni þessarar síðu?