Fara í efni

Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 52. fundur - 03.05.2022

Fjármálastjóri fór yfir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir Múlaþing. Unnið er að því að hægt verði að afgreiða tillögu rammaáætlunar fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026 í lok júní eða byrjun júlí.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 55. fundur - 18.05.2022

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir drög að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 er varðar umhverfis- og framkvæmdamál auk hafnarsjóðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings. Ráðið leggur þó áherslu á að við áframhaldandi vinnslu fjárhagsáætlunar fari nýtt umhverfis- og framkvæmdaráð vel yfir alla þætti áætlunarinnar. Þá bendir ráðið á að þó gert sé ráð fyrir umtalsverðum fjárfestingum á vegum sveitarfélagsins á komandi árum þá eru mörg brýn verkefni fyrirliggjandi og því mikilvægt að allra leiða verði leitað til að auka svigrúm til fjárfestinga á næstu árum sé þess nokkur kostur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 57. fundur - 21.06.2022

Rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023-2026 lögð fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 54. fundur - 21.06.2022

Fjármálastjóri og sveitarstjóri kynntu tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa rammaáætlun eins og hún liggur fyrir fundinum til afgreiðslu í sveitarstjórn 29. júní nk.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 25. fundur - 29.06.2022

Sveitarstjóri kynnti tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026.

Til máls tók: Berglind Harpa Svavarsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir rammaáætlunina eins og hún liggur fyrir fundinum og vísar henni til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar á komandi hausti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?