Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

91. fundur 08. ágúst 2023 kl. 08:30 - 09:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Ábyrgð vegna lántöku HEF

Málsnúmer 202307106Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að taka afstöðu til ábyrgðaryfirlýsingar Múlaþings, kt. 660220-1350, til tryggingar yfirdráttarheimildar HEF Veitna sem er að öllu leyti í eigu sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð beinir því til sveitarstjórnar Múlaþings að samþykkt verði eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir hér með að gangast í sjálfskuldarábyrgð vegna yfirdráttarlánstöku HEF Veitna ehf. kt. 470605-1110 hjá Arionbanka hf. að fjárhæð kr. 500.000.000 og gildi til ársloka 2023. Er sjálfskuldarábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir veitunnar á starfsvæði Múlaþings. Sveitarstjórn Múlaþings skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda HEF Veitna til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins um tilgang eða sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að eignarhlutur sveitarfélagsins verði seldur til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta, verði það ekki greitt upp. Jafnframt er Birni Ingimarssyni sveitarstjóra kt. 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Múlaþings veitingu ofangreindrar ábyrgðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Atvinnulóðir í Múlaþingi

Málsnúmer 202301126Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga um aðila til að vinna matsgerð fyrir hönd sveitarfélagsins varðandi verðmat á landi Egilsstaða 2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að samið verði við Bjarna G. Björgvinsson um að vinna mat á verðmæti lands Egilsstaða 2 sem er til skoðunar að sveitarfélagið festi mögulega kaup á. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við viðkomandi fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Mér þykir rétt að árétta að yfirskrift liðar þessa „Atvinnulóðir í Múlaþingi“ er skv. mínum skilningi röng. Það land sem um ræðir er alls ekki fyrirhugað fyrir atvinnulóðir fremur en íbúabyggð enda liggur skiplag ekki fyrir á öllu svæðinu.
Þá er ljóst að þessi mögulegu landakaup koma til af mögulegri vegalagningu Suðurleiðar frá Fjarðarheiðargöngum.
Skondið ef sveitarfélagið þarf að fara út í landakaupakostnað vegna Suðurleiðar á meðan sveitarfélagið mundi fá sölutekjur af landi vegna Norðurleiðar.

4.Minningargjöf

Málsnúmer 202308001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fyrirspurn vegna óskar um minningargjöf til sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að orðið verði við fyrirliggjandi ósk um að sveitarfélaginu verði færð minningargjöf og felur garðyrkjustjóra að ákveða staðsetningu gjafarinnar í Egilsstaðaskógi í samráði við þau er að gjöfinni standa. Byggðaráð Múlaþings samþykkir jafnframt að fela skrifstofustjóra og atvinnu- og menningarstjóra að vinna reglur um listaverk í eigu Múlaþings þar sem fram komi m.a. hvernig standa skuli að kaupum á listaverkum og móttöku listaverkagjafa. Er umræddar reglur liggja fyrir skulu þær lagðar fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?