Fara í efni

Atvinnulóðir í Múlaþingi

Málsnúmer 202301126

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 73. fundur - 16.01.2023

Rætt um framboð og eftirspurn eftir atvinnu- og iðnaðarlóðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að taka saman upplýsingar um stöðu iðnaðar- og athafnalóða á Egilsstöðum og í Fellabæ.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 81. fundur - 27.03.2023

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir stöðu atvinnulóða á Egilsstöðum og Fellabæ og möguleg kaup á landi til að tryggja landsvæði fyrir atvinnulóðir.
Skipulagsfulltrúi situr funinn undir þessum lið.

Frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 82. fundur - 17.04.2023

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir stöðu atvinnulóða á Egilsstöðum og Fellabæ og möguleg kaup á landi til að tryggja landsvæði fyrir atvinnulóðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fer þess á leit við byggðaráð að keypt verði land í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir jafnframt að auglýsa lóðir nr. 1 og 2 við Selblá og nr. 4 og 6 við Valgerðarveg lausar til úthlutunar.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 82. fundur - 25.04.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 17.04.2023, varðandi möguleg kaup á landi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að taka upp viðræður við eigendur lands, er tengist landi sveitarfélagsins til suðurs, varðandi möguleg kaup sveitarfélagsins á því landi, fyrir blandaða byggð.
Er niðurstöður liggja fyrir verður málið tekið fyrir að nýju hjá byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 91. fundur - 08.08.2023

Fyrir liggur tillaga um aðila til að vinna matsgerð fyrir hönd sveitarfélagsins varðandi verðmat á landi Egilsstaða 2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að samið verði við Bjarna G. Björgvinsson um að vinna mat á verðmæti lands Egilsstaða 2 sem er til skoðunar að sveitarfélagið festi mögulega kaup á. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við viðkomandi fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Mér þykir rétt að árétta að yfirskrift liðar þessa „Atvinnulóðir í Múlaþingi“ er skv. mínum skilningi röng. Það land sem um ræðir er alls ekki fyrirhugað fyrir atvinnulóðir fremur en íbúabyggð enda liggur skiplag ekki fyrir á öllu svæðinu.
Þá er ljóst að þessi mögulegu landakaup koma til af mögulegri vegalagningu Suðurleiðar frá Fjarðarheiðargöngum.
Skondið ef sveitarfélagið þarf að fara út í landakaupakostnað vegna Suðurleiðar á meðan sveitarfélagið mundi fá sölutekjur af landi vegna Norðurleiðar.

Byggðaráð Múlaþings - 95. fundur - 26.09.2023

Fyrir liggur matsgerð um ætlað markaðsverð á svokölluðu Suðursvæði, sem boðið var sveitarfélaginu til kaups, er Bjarni G. Björgvinsson hrl. vann að beiðni sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að fara í viðræður við landeigendur um möguleg kaup sveitarfélagsins á grundvelli fyrirliggjandi matsgerðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 99. fundur - 07.11.2023

Fyrir liggja athugasemdir landeigenda við matsgerð um ætlað markaðsverð á svokölluðu Suðursvæði auk samantektar matsaðila vegna þessa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings veitir sveitarstjóra umboð til að halda áfram viðræðum við landeigendur um möguleg kaup sveitarfélagsins á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 103. fundur - 09.01.2024

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við fulltrúa eigenda Egilsstaða 2 varðandi möguleg kaup sveitarfélagsins á landi á svo kölluðu Suðursvæði auk þess að fara yfir hugmyndir að tilboðum í umrætt svæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að halda áfram viðræðum við landeigendur í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 109. fundur - 05.03.2024

Fyrir liggur minnisblað frá Bjarna G. Björgvinssyni hrl. þar sem matsgerð um ætlað markaðsverð á svokölluðu Suðursvæði, sem boðið var sveitarfélaginu til kaups, er uppfærð að teknu tilliti til mögulegs fjölda byggingarhæfra lóða sem og núvirtra tekna af fasteigna- og lóðagjöldum til framtíðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að taka upp samningaviðræður við landeigendur um möguleg kaup sveitarfélagsins á grundvelli fyrirliggjandi endurskoðaðs mats.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?