Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

106. fundur 06. febrúar 2024 kl. 08:30 - 10:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Atvinnu- og menningarmál, yfirferð sviðstjóra

Málsnúmer 202301122Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið kom Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings, og fór yfir þau helstu verkefni sem unnið hefur verið að á sviði atvinnu- og menningarmála undanfarna mánuði og það sem framundan er.

3.Menningarstyrkir 2024

Málsnúmer 202311041Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að skipa þarf varafulltrúa byggðaráðs í faghóp um úthlutun menningarstyrkja.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Ívar Karl Hafliðason taki sæti sem varafulltrúi byggðaráðs í faghóp um úthlutun menningarstyrkja. Ritara falið að koma afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við verkefnastjóra menningarmála.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Fundagerð SVAust 24, ársreikningur

Málsnúmer 202401176Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar SvAust, dags. 26.01.2024.

Lagt fram til kynningar.

5.Fundagerðir Austurbrúar og upplýsingapóstar 2024

Málsnúmer 202401179Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Austurbrúar, dags. 19.01.2024.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundagerðir SSA 2024

Málsnúmer 202401177Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar SSA, dags. 19.01.2024.

Lagt fram til kynningar.

7.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, fundargerðir 2024

Málsnúmer 202401202Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, dags. 29.01.2024.

Lagt fram til kynningar.

8.Fundagerðir samráðsnefndar Landsvirkjunar og Múlaþings 2024

Málsnúmer 202401208Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð samráðsnefndar Landsvirkjunar og Múlaþings, dags. 31.01.2024.

Lagt fram til kynningar.

9.Fundagerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum,SSKS 2024

Málsnúmer 202401207Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 31.01.2024.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?