Fara í efni

Reglur um Menningarstyrki Múlaþings

Málsnúmer 202311041

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 100. fundur - 21.11.2023

Verkefnastjóri menningarmála, Jónína Brá Árnadóttir, kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir minnisblað varðandi úthlutun menningarstyrkja.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir breytingartillögur vegna úthlutun á menningarstyrkjum Múlaþings og felur verkefnastjóra menningarmála að sjá til að unnið verði samkvæmt þeim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 88. fundur - 28.11.2023

Samkvæmt bókun á fundi byggðaráðs 21. nóvember s.l. er óskað eftir því að fjölskylduráð tilnefni aðila úr ráðinu til setu í faghópi um úthlutun menningarstyrkja hjá Múlaþingi.

Fjölskylduráð tilnefnir Ásrúnu Mjöll Stefánsdóttur sem fulltrúa ráðsins.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 102. fundur - 05.12.2023

Fyrir liggur erindi frá verkefnastjóra menningarmála þar sem óskað er eftir því að byggðaráð tilnefni aðila úr ráðinu í faghóp um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að tilnefna Ívar Karl Hafliðason sem fulltrúa byggðaráðs í faghóp um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings.

Helgi Hlynur Ásgrímsson lagði fram eftirfarandi breytingar tillögu:
Byggðaráð samþykkir að tilnefna Vilhjálm Jónsson sem fulltrúa byggðaráðs í faghóp um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings.

Breytingartillagan var samþykkt með 3 atkvæðum, einn á móti (VJ) einn sat hjá (ÍKH)

Ungmennaráð Múlaþings - 26. fundur - 13.12.2023

Samkvæmt bókun byggðaráðs frá 21. nóvember er óskað eftir fulltrúa ungmennaráðs í faghóp um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings. Ungmennaráð þakkar byggðarráði fyrir að leita til ungmennaráðsins enda sé gríðarlega mikilvægt að fá raddir ungs fólks að borðinu við úthlutun menningarstyrkja í barnvænu sveitarfélagi. Ungmennaráðið tilnefnir Karítas Mekkín Jónasdóttur sem sinn fulltrúa í faghópinn og Björgu Gunnlaugsdóttur sem varamann. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 105. fundur - 30.01.2024

Fyrir liggur tillaga að fyrri úthlutun menningarstyrkja Múlaþings fyrir árið 2024 samtals að fjárhæð um 7,9 millj.kr., á grundvelli umsókna. Einnig er lagt til að skoðað verði að skipa varafulltrúa í faghóp um úthlutun menningarstyrkja. Jónína Brá Árnadóttir, verkefnastjóri menningarmála, kom inn á fundinn undir þessum lið.

Undir þessum lið vakti Vilhjálmur Jónsson máls á vanhæfi sínu vegna þáttöku í styrkumsókn.
Formaður lagði málið fram til afgreiðslu sem var samþykkt samhljóða. Vék Vilhjálmur af fundi undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir framlagðar tillögur að fyrri úthlutun menningarstyrkja Múlaþings fyrir árið 2024 og felur verkefnastjóra menningarmála að annast úthlutun í samræmi við gildandi reglur. Byggðaráð Múlaþings samþykkir jafnframt að skipaðir verði varafulltrúar í faghóp um úthlutun menningarstyrkja og felur verkefnastjóra menningarmála að óska eftir skipan varafulltrúa frá ungmennaráði og fjölskylduráði en byggðaráð mun taka til afgreiðslu skipan varafulltrúa byggðaráðs á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Jónína Brá Árnadóttir - mæting: 10:00

Byggðaráð Múlaþings - 106. fundur - 06.02.2024

Fyrir liggur að skipa þarf varafulltrúa byggðaráðs í faghóp um úthlutun menningarstyrkja.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Ívar Karl Hafliðason taki sæti sem varafulltrúi byggðaráðs í faghóp um úthlutun menningarstyrkja. Ritara falið að koma afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við verkefnastjóra menningarmála.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?