Fara í efni

Reglur um Menningarstyrki Múlaþings

Málsnúmer 202311041

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 100. fundur - 21.11.2023

Verkefnastjóri menningarmála, Jónína Brá Árnadóttir, kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir minnisblað varðandi úthlutun menningarstyrkja.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir breytingartillögur vegna úthlutun á menningarstyrkjum Múlaþings og felur verkefnastjóra menningarmála að sjá til að unnið verði samkvæmt þeim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 88. fundur - 28.11.2023

Samkvæmt bókun á fundi byggðaráðs 21. nóvember s.l. er óskað eftir því að fjölskylduráð tilnefni aðila úr ráðinu til setu í faghópi um úthlutun menningarstyrkja hjá Múlaþingi.

Fjölskylduráð tilnefnir Ásrúnu Mjöll Stefánsdóttur sem fulltrúa ráðsins.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 102. fundur - 05.12.2023

Fyrir liggur erindi frá verkefnastjóra menningarmála þar sem óskað er eftir því að byggðaráð tilnefni aðila úr ráðinu í faghóp um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að tilnefna Ívar Karl Hafliðason sem fulltrúa byggðaráðs í faghóp um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings.

Helgi Hlynur Ásgrímsson lagði fram eftirfarandi breytingar tillögu:
Byggðaráð samþykkir að tilnefna Vilhjálm Jónsson sem fulltrúa byggðaráðs í faghóp um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings.

Breytingartillagan var samþykkt með 3 atkvæðum, einn á móti (VJ) einn sat hjá (ÍKH)

Ungmennaráð Múlaþings - 26. fundur - 13.12.2023

Samkvæmt bókun byggðaráðs frá 21. nóvember er óskað eftir fulltrúa ungmennaráðs í faghóp um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings. Ungmennaráð þakkar byggðarráði fyrir að leita til ungmennaráðsins enda sé gríðarlega mikilvægt að fá raddir ungs fólks að borðinu við úthlutun menningarstyrkja í barnvænu sveitarfélagi. Ungmennaráðið tilnefnir Karítas Mekkín Jónasdóttur sem sinn fulltrúa í faghópinn og Björgu Gunnlaugsdóttur sem varamann. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 105. fundur - 30.01.2024

Fyrir liggur tillaga að fyrri úthlutun menningarstyrkja Múlaþings fyrir árið 2024 samtals að fjárhæð um 7,9 millj.kr., á grundvelli umsókna. Einnig er lagt til að skoðað verði að skipa varafulltrúa í faghóp um úthlutun menningarstyrkja. Jónína Brá Árnadóttir, verkefnastjóri menningarmála, kom inn á fundinn undir þessum lið.

Undir þessum lið vakti Vilhjálmur Jónsson máls á vanhæfi sínu vegna þáttöku í styrkumsókn.
Formaður lagði málið fram til afgreiðslu sem var samþykkt samhljóða. Vék Vilhjálmur af fundi undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir framlagðar tillögur að fyrri úthlutun menningarstyrkja Múlaþings fyrir árið 2024 og felur verkefnastjóra menningarmála að annast úthlutun í samræmi við gildandi reglur. Byggðaráð Múlaþings samþykkir jafnframt að skipaðir verði varafulltrúar í faghóp um úthlutun menningarstyrkja og felur verkefnastjóra menningarmála að óska eftir skipan varafulltrúa frá ungmennaráði og fjölskylduráði en byggðaráð mun taka til afgreiðslu skipan varafulltrúa byggðaráðs á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Jónína Brá Árnadóttir - mæting: 10:00

Byggðaráð Múlaþings - 106. fundur - 06.02.2024

Fyrir liggur að skipa þarf varafulltrúa byggðaráðs í faghóp um úthlutun menningarstyrkja.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Ívar Karl Hafliðason taki sæti sem varafulltrúi byggðaráðs í faghóp um úthlutun menningarstyrkja. Ritara falið að koma afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við verkefnastjóra menningarmála.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 110. fundur - 27.08.2024

Samkvæmt bókun frá fundi byggðaráðs, dagsettur 30. janúar sl., er óskað eftir því að fjölskylduráð tilnefni varamann til setu í faghópi um úthlutun menningarstyrkja hjá Múlaþingi. Á fundi fjölskylduráðs nr. 88 var Ásrún Mjöll Stefánsdóttir tilnefnd sem aðalmaður fyrir hönd fjölskylduráðs.

Fjölskylduráð tilnefnir Sigurð Gunnarsson sem varamann ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?