Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

77. fundur 07. mars 2023 kl. 08:30 - 09:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
 • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
 • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
 • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
 • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
 • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Magnús Jónsson og Sigurjón Örn Arnarson, endurskoðendur, mættu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir vinnu við gerð ársreiknings Múlaþings fyrir árið 2022 og svöruðu spurningum byggðaráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að boða til aukafundar í byggðaráði 15. mars nk. þar sem ársreikningurinn verður til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

 • Magnús Jónsson og Sigurjón Örn Arnarson - mæting: 08:30

2.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga,fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 202303010Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) þar sem fram kemur að EFS hefur yfirfarið fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023 og leggur áherslu á mikilvægi þess að farið sé vel yfir fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins til að ná lágmarksviðmiðum EFS. Magnús Jónsson og Sigurjón Örn Arnarson, endurskoðendur, sátu fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir mikilvægi þess að farið sé vel yfir fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins til að ná lágmarksviðmiðum EFS og vísar erindinu til sveitarstjórnar til kynningar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

 • Magnús Jónsson og Sigurjón Örn Arnarson - mæting: 09:05

3.Útilistaverkið Tvísöngur

Málsnúmer 202302193Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá verkefnastjóra menningarmála varðandi útilistaverkið Tvísöng auk samningsdraga á milli myndlistamannsins Lukas Küne, Múlaþings og Skaftfells varðandi, annars vegnar, listaverkagjöfina til sveitarfélagsins og, hins vegar, aðgengi, ásýnd og viðhald útilistaverksins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að gengið verði frá samningum varðandi útilistaverkið Tvísöng í samræmi við þær áherslur er fram koma í fyrirliggjandi minnisblaði verkefnastjóra menningarmála og drögum að samningum á milli aðila. Sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita samninga vegna málsins fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaðar og Fella 2023

Málsnúmer 202303038Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundarboð á aðalfund HEF sem haldinn verður í Þingmúla í Valaskjálf fimmtudaginn 23. mars 2023 kl. 16:30.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fulltrúar í sveitarstjórn fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum og skiptist það jafnt á þá sem mæta til fundar. Sé fulltrúi í sveitarstjórn forfallaður er viðkomandi heimilt að kalla til varafulltrúa í sinn stað, sem fer þá með atkvæði viðkomandi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2023

Málsnúmer 202301189Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð Almannavarnarnefndar Austurlands, dags. 27.02.2023.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202302128Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 22.02.2023.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301190Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28.02.2023.

Lagt fram til kynningar.

8.Umsagnarbeiðni um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf, 25. mál

Málsnúmer 202303001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?