Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

2. fundur 27. október 2020 kl. 13:00 - 15:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri

1.Erindi frá þróunarhópi um heilsueflandi starf í Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 202010551Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, sendur 14. september 2020, fyrir hönd Þróunarhóps um heilsueflandi starf í Egilsstaðaskóla.

Fjölskylduráð þakkar erindið og vísar því til vinnu ráðsins við reglur um heilsueflandi styrk fyrir starfsfólks Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

2.Skýrsla íþrótta- og æskulýðsstjóra

Málsnúmer 202010555Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Tómstundaframlag

Málsnúmer 202010548Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.Styrkir íþrótta- og tómstundanefndar

Málsnúmer 202010549Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsóknir um styrki sem sendar voru til íþrótta- og tómstundanefndar Fljótsdalshéraðs fyrir 15. október 2020.

Styrkveitingar af þessum toga hafa ekki tíðkast í öðrum byggðarkjörnum en Fljótsdalshéraði. Því liggja ekki aðrar umsóknir fyrir en frá gömlu íþrótta- og tómstundanefnd Fljótsdalshéraðs.

Fjölskylduráð samþykkir að afgreiða eftirfarandi styrkbeiðnir og setja jafnframt vinnu í gang við samræmingu styrkveitinga allra byggðarkjarna fyrir næsta ár.

Fimleikadeild Hattar - meistaraflokkur: 400.000 kr.
Fimleikadeild Hattar - börn með sérþarfir: 200.000 kr.
Rafíþróttadeild Hattar: 200.000 kr.
Skautafélag Austurlands: 200.000 kr.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

5.Íþróttafólk Múlaþings

Málsnúmer 202010552Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

6.Skíðasvæðið í Stafdal 2020

Málsnúmer 202010553Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Hjólreiðastígar og utanvegahlaup

Málsnúmer 202010554Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?