Fara í efni

Styrkir íþrótta- og tómstundanefndar

Málsnúmer 202010549

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 2. fundur - 27.10.2020

Fyrir liggja umsóknir um styrki sem sendar voru til íþrótta- og tómstundanefndar Fljótsdalshéraðs fyrir 15. október 2020.

Styrkveitingar af þessum toga hafa ekki tíðkast í öðrum byggðarkjörnum en Fljótsdalshéraði. Því liggja ekki aðrar umsóknir fyrir en frá gömlu íþrótta- og tómstundanefnd Fljótsdalshéraðs.

Fjölskylduráð samþykkir að afgreiða eftirfarandi styrkbeiðnir og setja jafnframt vinnu í gang við samræmingu styrkveitinga allra byggðarkjarna fyrir næsta ár.

Fimleikadeild Hattar - meistaraflokkur: 400.000 kr.
Fimleikadeild Hattar - börn með sérþarfir: 200.000 kr.
Rafíþróttadeild Hattar: 200.000 kr.
Skautafélag Austurlands: 200.000 kr.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Fjölskylduráð Múlaþings - 9. fundur - 12.01.2021

Fyrir liggja reglur fyrrum íþrótta- og tómstundanefndar varðandi styrki til íþrótta- og tómstundastarfs.

Fjölskylduráð felur starfsmanni að útfæra reglur vegna styrkja til íþrótta- og tómstundastarfs og leggja fyrir ráðið.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?