Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

1. fundur 20. október 2020 kl. 13:00 - 15:00 í Valaskjálf, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Fundargerð ritaði: Kristín Una Friðjónsdóttir ritari fjölskyldusviðs
Bylgja Borgþórsdóttir tók einnig þátt í fundinum.

1.Málefni fjölskylduráðs, framkvæmd og skipulag funda

Málsnúmer 202010484Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fundar þrisvar í mánuði. Fastur fundartími verður á þriðjudögum kl. 13:00-15:00. Í meginatriðum er gert ráð fyrir að hver fundur fjalli um einn af þeim málaflokkum sem undir ráðið heyra, þ.e. málefni félagsþjónustu, fræðslumál og íþrótta- og æskulýðsmál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Trúnaðaryfirlýsingar fjölskylduráðs 2020

Málsnúmer 202010485Vakta málsnúmer

Trúnaðaryfirlýsingar undirritaðar af öllum fundarmönnum.

3.Lög og reglur sem gilda um starfsemi á fjölskyldusviði

Málsnúmer 202010486Vakta málsnúmer

Til kynningar.

4.Skýrslur félagsmála- og fræðslustjóra

Málsnúmer 202010487Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?