Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

93. fundur 30. janúar 2024 kl. 12:30 - 14:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Dagný Erla Ómarsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
Helga Þórarinsdóttir, verkefnastjóri í málefnum fatlaðra, sat lið 1
Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri íþróttt og tómstunda, sat liði 2-6.

1.Reglur um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 202101230Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað um breytingar á upphæðum í reglum Múlaþings um fjárhagsaðstoð frá og með 01.01.2024.

Fjölskylduráð samþykkir breytingar á upphæðum í 16. gr. reglna Múlaþings um fjárhagsaðstoð. Fjölskylduráð samþykkir einnig að reglur um fjárhagsaðstoð verði endurskoðaðar á þessu ári.

Samþykkt með handauppréttingu. Einn sat hjá (JHÞ).

2.Haustþing SSA og aðgerðaráætlanir 2023

Málsnúmer 202309159Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að aðgerðum frá haustþingi SSA sem haldið var 28. til 29. september 2023. Meðfylgjandi tillögum er vísað til fjölskylduráðs.

Erindi til fjölskylduráðs snýr að uppbyggingu, rekstri og nýtingu íþróttamannvirkja á Austurlandi og að tryggðar séu reglulegar samgöngur á milli byggðakjarna.

Fræðslustjóra er falið að koma á samtali milli sveitarfélaga á Austurlandi um uppbyggingu, rekstur og nýtingu íþróttamannvirkja. Jafnframt óskar ráðið eftir að verkefnastjóri samgangna hjá Austurbrú komi á fund fjölskylduráðs með kynningu á skipulagi og framtíðarsýn almenningssamgangna á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Samningur við Neista

Málsnúmer 202401174Vakta málsnúmer

Málið í vinnslu.

4.Kynning á nýframkvæmdum við Fellavöll

Málsnúmer 202401175Vakta málsnúmer

Á fundinn mætti Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfisstjóri og kynnti fyrirhugaðar nýframkvæmdir við Fellavöll.

Lagt fram til kynningar.

5.Sveitarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 202301120Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráð liggur samantekt á fyrirspurnum og ábendingum sem bárust til kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarbekknum 16. desember síðastliðinn.

Ábending barst um að loka ekki sundlauginni á Egilsstöðum kl. 17:00 um helgar.

Því miður sér fjölskylduráð sér ekki fært að hafa opnunartímann lengri en nú er gert, fræðslustjóra er falið að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?