Fara í efni

Haustþing SSA og aðgerðaráætlanir 2023

Málsnúmer 202309159

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 103. fundur - 09.01.2024

Fyrir liggur aðgerðaráætlun sem unnin er upp úr ályktunum haustþings SSA.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela skrifstofustjóra að sjá til þess að þær áherslur er fram koma í fyrirliggjandi aðgerðaráætlun Haustþings SSA, sem haldið var dagana 28.-29. september 2023, í viðeigandi ferli hjá starfsfólki og fagráðum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 104. fundur - 23.01.2024

Fyrir liggja hugmyndir skrifstofustjóra varðandi það í hvaða ferli tillögur haustþings SSA skuli fara hjá starfsfólki og fagráðum sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemdir við þær hugmyndir er liggja fyrir varðandi það í hvaða ferli tillögur haustþings SSA fari innan sveitarfélagsins og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að vinna hefjist samkvæmt þeim.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 105. fundur - 30.01.2024

Fyrir liggja tillögur að aðgerðum frá haustþingi SSA sem haldið var 28. til 29. september 2023. Meðfylgjandi tillögum er vísað til byggðaráðs og atvinnu- og menningarmálastjóra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Varðandi verkefnið er snýr að einföldun regluverks í tengslum við matvælaframleiðslu í sveitarfélaginu samþykkir byggðaráð að fela sveitarstjóra að láta taka saman upplýsingar um umfang og staðsetningu slíkra verkefna í sveitarfélaginu. Er þær upplýsingar liggja fyrir mun byggðaráð taka ákvörðun varðandi næstu skref.

Varðandi samstarf við atvinnulífið styður byggðaráð þær hugmyndir að ferli er liggja fyrir og felur atvinnu- og menningarmálastjóra að móta tillögur varðandi nánari útfærslu og leggja fyrir byggðaráð. Áhersla er lögð á að horft verði til þess að efla samstarf milli sveitarfélagsins og atvinnulífsins.

Varðandi hvata til fjárfestinga í ferðaþjónustu samþykkir byggðaráð að fela atvinnu- og menningarmálastjóra að láta vinna tillögur að því með hvaða hætti megi auka hvata til fjárfestinga í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu, t.d. með áherslu á kynningarmál.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 93. fundur - 30.01.2024

Fyrir liggja tillögur að aðgerðum frá haustþingi SSA sem haldið var 28. til 29. september 2023. Meðfylgjandi tillögum er vísað til fjölskylduráðs.

Erindi til fjölskylduráðs snýr að uppbyggingu, rekstri og nýtingu íþróttamannvirkja á Austurlandi og að tryggðar séu reglulegar samgöngur á milli byggðakjarna.

Fræðslustjóra er falið að koma á samtali milli sveitarfélaga á Austurlandi um uppbyggingu, rekstur og nýtingu íþróttamannvirkja. Jafnframt óskar ráðið eftir að verkefnastjóri samgangna hjá Austurbrú komi á fund fjölskylduráðs með kynningu á skipulagi og framtíðarsýn almenningssamgangna á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 107. fundur - 05.02.2024

Fyrir liggja tillögur að aðgerðum frá haustþingi SSA sem haldið var 28. til 29. september 2023. Meðfylgjandi tillögum er vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa punktum 4 og 12 í fyrirliggjandi skjali er varða fjölbreytta nýtingu lands með áherslu á ræktunarland annars vegar og heilsueflingu íbúa með aukinni útivist hins vegar til vinnu við gerð nýs aðalskipulags Múlaþings. Punktur 9 er varðar hleðslustöðvar er í vinnslu hjá ráðinu, sjá m.a. umfjöllun undir dagskrárlið nr. 5 á fundi ráðsins.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 94. fundur - 06.02.2024

Fyrir liggja tillögur að aðgerðum frá haustþingi SSA sem haldið var 28. til 29. september 2023.

Meðfylgjandi tillaga var vísað til fjölskylduráðs.

Tillagan snýr að því að halda áfram mannréttindarkennslu í skólum á Austurlandi.

Samkvæmt aðalnámskrá leik- og grunnskóla er lýðræði og mannréttindi einn af sex grunnþáttum menntunar og eiga grunnþættirnir að vera leiðarljós gegnum allt starf í leik- og grunnskólum. Fjölskylduráð hvetur skóla í Múlaþingi til að halda áfram að leggja áherslu á mannréttindakennslu og efla þannig skilning barna og ungmenna á mannréttindum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 45. fundur - 14.02.2024

Fyrir liggja tillögur að aðgerðum frá haustþingi SSA sem haldið var 28. til 29. september 2023. Meðfylgjandi tillögum varðandi þróun Loftbrúar og aðgengi að þriggja fasa rafmagni er vísað til sveitarstjórnar.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hildur þórisdóttir, Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir sem bar upp fyrirspurn og Björn Ingimarsson kom til svara.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að óska eftir umsögn fjölskylduráðs og ungmennaráðs varðandi æskilega þróun Loftbrúar einkum með tilliti til ferðalaga íþróttafólks. Er umsagnir liggja fyrir verður ályktað um málið í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkir að haldið verði áfram samtali við ráðuneyti og Rarik varðandi lagningu 3ja fasa rafmagns í dreifbýli innan sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Múlaþings - 28. fundur - 22.02.2024

Ungmennaráð leggur til að þróun Lofbrúar verði með þeim hætti að flugleggjum fjölgi upp í tíu á ári fyrir ungmenni og afsláttur verði 50% á hvern fluglegg. Jafnframt fái íþróttafélög úthlutað Loftbrú fyrir iðkendur sína. Eins þarf að auðvelda íþróttafólki að ferðast með keppnisbúnað sinn í flugi.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 98. fundur - 19.03.2024

Sveitarstjórn Múlaþings óskar eftir umsögn fjölskylduráðs varðandi æskilega þróun Loftbrúar, einkum með tilliti til ferðalaga íþróttafólks.

Fjölskylduráð tekur undir bókun ungmennaráðs og áréttar að kostnaður vegna skipulagðs íþrótta- og tómstundastarfs fjarri suðvesturhorninu er meiri en sanngjarnt gæti talist í samanburði við þá iðkendur sem búa nær og á höfuðborgarsvæðinu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?