Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

64. fundur 28. febrúar 2023 kl. 12:30 - 14:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Örn Bergmann Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri

1.Erindi til fjölskylduráðs og heimastjórnar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202207043Vakta málsnúmer

Lögð er fram greinargerð með tillögum að frístunda- og tómstundastarfi í Múlaþingi sem innifelur heildstæða stefnu í málaflokknum þar sem málefni barna með skilgreinda fötlun fellur undir skv. l. nr. 38/2018. Fjölskylduráð fagnar framkomnum tillögum og felur starfsmönnum að meta kostnað við starfsemi skv. greinargerðinni og tillögu að því hvenær og hvernig færi best á því að hefja starfsemina í samræmi við framlagðar tillögur.

Samþykkt samhljóða.

2.Fundagerð stjórnar skólaskrifstofu Austurlands 2022

Málsnúmer 202302109Vakta málsnúmer

Lögð er fram fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands frá 27. desember 2022.

Lagt fram til kynningar.

3.Skýrsla Félagsmálastjóra

Málsnúmer 201712031Vakta málsnúmer

Fríða Margrét Sigvaldadóttir, verkefnastjóri flóttamannamála mætti fyrir ráðið og fór yfir stöðu flóttamanna í sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?