Fara í efni

Erindi til fjölskylduráðs og heimastjórnar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202207043

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 47. fundur - 16.08.2022

Hjónin Elsa Guðný Björgvinsdóttir og Kjartan Róbertsson komu fyrir fjölskylduráð undir þessum lið til þess að fylgja erindi sínu eftir um frístundaþjónustu fyrir börn með fötlun. Fjölskylduráð þakkar þeim erindi sitt. Fjölskylduráð samþykkir að fela sviðsstjórum fjölskyldusviðs að vinna að undirbúningi frístundarþjónustu fyrir börn með fötlun samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir á komandi skólaári og sumri, jafnframt því að taka saman gögn og hugmyndir varðandi framtíðar fyrirkomulag í frístundaþjónustu við börn með fötlun. Samantekt sviðsstjóra verður lögð fyrir ráðið.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 25. fundur - 18.08.2022

Fyrir liggur erindi dagsett 5. júlí 2022, frá Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur og Kjartani Róbertssyni, þar sem vakin er athygli á skyldu sveitarfélaga til að bjóða fötluðum börnum og ungmennum upp á frístundaþjónustu samkvæmt 16. grein laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Einnig liggur fyrir bókun fjölskylduráðs um málið frá 16.8. 2022.
Á fundinn undir þessum lið mættu Elsa Guðný Björgvinsdóttir og Kjartan Róbertsson. Einnig Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs styður þá ákvörðun sem fram kemur í fjölskyldurráði 16.8. 2022 að sviðsstjórum fjölskyldusviðs verði falið að vinna að undirbúningi frístundarþjónustu fyrir börn með fötlun á komandi skólaári og sumri, samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Jafnframt því verði tekin saman gögn og hugmyndir varðandi framtíðar fyrirkomulag í frístundaþjónustu við börn með fötlun.
Heimastjórn þakkar gestum fyrir komuna og að vekja athygli á málefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 59. fundur - 17.01.2023

Tekið er til umfjöllunar ráðsins málefni barna með fötlun og rétt þeirra til lengdrar viðveru og frístundaþjónustu í samræmi við lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Málið var áður tekið fyrir á fundi ráðsins 16. ágúst 2022 þar sem sviðsstjórum var falið að vinna að undirbúningi frístundaþjónustu fyrir börn með fötlun á komandi skólaári og sumri. Sviðsstjórar áttu jafnframt að leggja fyrir ráðið samantekt um málið.

Sviðstjórar fóru yfir vinnslu málsins og stöðu þess hjá sviðinu. Unnið er að greinargerð þar sem fram koma tillögur eða drög um veitingu þjónustu í samræmi við lög nr. 38/2018 og stefnt að því að ljúka þeim drögum fyrir upphaf mars mánaðar. Félagsmálastjóra er falið að funda með málshefjendum og kynna þeim stöðu málsins og bjóða þá þjónustu sem hægt er að veita að svo komnu máli, sem væri aðlögun að þeirri þjónustu sem þeir sannanlega eiga rétt á en ekki er unnt að veita af hálfu sveitarfélagsins að svo komnu máli.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 64. fundur - 28.02.2023

Lögð er fram greinargerð með tillögum að frístunda- og tómstundastarfi í Múlaþingi sem innifelur heildstæða stefnu í málaflokknum þar sem málefni barna með skilgreinda fötlun fellur undir skv. l. nr. 38/2018. Fjölskylduráð fagnar framkomnum tillögum og felur starfsmönnum að meta kostnað við starfsemi skv. greinargerðinni og tillögu að því hvenær og hvernig færi best á því að hefja starfsemina í samræmi við framlagðar tillögur.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?