Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

25. fundur 04. júlí 2022 kl. 10:00 - 14:00 í Fjarðarborg, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson fulltrúi sveitarstjóra
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Steingrímur Jónsson starfsmaður umhverfis- og framkvæmdasviðs
  • Fanney Sigurðardóttir aðgengisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Eyþór Stefánsson formaður heimastjórnar

1.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Farið var yfir forsögu málsins og útfærslur að lausnum varðandi aðgengismál og nýtingu á Fjarðarborg rýndar og ræddar. Fundargestir voru almennt sammála um að tvær leiðir væru færar sem hvor um sig byggja á fyrri hugmyndum.

Heimastjórn Borgarfjarðar leggur til að framkvæmdasvið Múlaþings ásamt hönnuði verði falið að útfæra, meta kosti og galla og kostnaðarmeta nánar tvær tillögur sem ræddar voru á fundinum. Meginmunurinn á þeim tillögum sem á að útfæra er staðsetning á lyftu og stiga. Tillaga 1 snýr að því að lyfta og nýr aðalinngangur sé þar sem núverandi stigi milli hæða liggur og nýr stigi á efri hæð lægi úr anddyri upp í norðurstofu. Í tillögu 2 er komið fyrir innangengri lyftu og stigahúsi í horninu þar sem salur og anddyri mætast. Báðar tillögur eru til þess fallnar að bæta aðgengi í húsið.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Gestir

  • Björn Sveinsson, frá Verkís - mæting: 10:00
  • Bergur Þorri Benjamínsson, fyrrum formaður Sjálfsbjargar - mæting: 10:00

Fundi slitið - kl. 14:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?