Fara í efni

Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 2. fundur - 18.11.2020

Eitt af starfsmarkmiðum Betri Borgarfjarðar (verkefni byggðastofnunar um brothættar byggðir) er að koma upp starfsaðstöðu á efri hæð Fjarðaborgar. Verkefnið Fjarðarborg ? Samfélagsmiðstöð hefur á þessu ári hlotið þrjá styrki til verkefnisins, öndvegisstyrk úr brothættum byggðum (aðgerð vegna Covid-19), frumkvæðisstyrk úr sjóði brothættra byggða og úr uppbyggingasjóði Austurlands. Heimastjórn Borgarfjarðar óskar eftir staðfestingu á því að hún hafi umboð til að ráðstafa styrkfénu til verksins og hafa yfirumsjón með því.

Byggðaráð Múlaþings - 5. fundur - 24.11.2020

Fyrir lá bókun heimastjórnar Borgarfjarðar dags. 18.11.2020, varðandi styrki er fengist hafa til uppbyggingar í Fjarðaborg og mögulega ráðstöfun þeirra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðarráð samþykkir að heimastjórn Borgarfjarðar verði falið að ráðstafa styrkfénu, sem er að fjárhæð um það bil. kr. 15,8 milljónir. Verkefnið snýst um að koma upp bættri starfsaðstöðu á efri hæð Fjarðarborgar og annist umsjón með því.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 6. fundur - 05.03.2021

Heimastjórn Borgarfjarðarhrepps hefur umsjón með verkefninu Fjarðarborg ? Samfélagsmiðstöð og hélt fund vegna málsins 24.febrúar síðastliðinn. Á þeim fundi var kallaður til rýnihópur sem fór yfir teikningar og tillögur sem bárust frá Ástu Maríu Þorsteinsdóttur arkitekt og kostnaðaráætlun fyrir endurnýjun raflagna frá Bjarnþóri Harðarsyni. Næstu skref verkefnisins eru að fá lokaútgáfu af teikningum, kynning fyrir íbúum og meta kostnað verkliða. Í framhaldi af því verður byrjað á framkvæmdum á efri hæð hússins en styrkfé til verksins nær eingöngu til framkvæmda á þeirri hæð. Verkefnið felur í sér að auka atvinnutækifæri á Borgarfirði með því að koma upp nútímalegri skrifstofuaðstöðu á hæðinni. Verkefninu er ætlað að styðja við þá starfsemi sem fyrir er í húsinu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 10. fundur - 04.06.2021

Steingrímur Randver Jónsson frá framkvæmdasviði Múlaþings kom inn á fund og fór yfir stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á Fjarðaborg.

Fyrir liggur tilboð í frumhönnun frá Verkráði sem heimastjórn gerir ekki athugasemdir við.

Gestir

  • Steingrímur Randver Jónsson

Heimastjórn Borgarfjarðar - 13. fundur - 06.09.2021

Haldinn var íbúafundur 31.08.21. vegna fyrirhugaðra framkvæmda í tengslum við verkefnið Fjarðarborg Samfélagsmiðstöð. Hugrún Hjálmarsdóttir og Steingrímur Jónsson mættu á fundinn og fóru yfir þær tillögur sem umhverfis ? og framkvæmdasvið Múlaþings hefur unnið.

Heimastjórn vill þakka Hugrúnu, Steingrími og öðrum sem mættu á fundinn fyrir góðan fund og þakkar umhverfis ? og framkvæmdasviði góða vinnu við verkefnið. Í ljósi jákvæðra viðbragða á fundinum og að engin athugasemd barst heimastjórn samþykkir heimastjórn að halda áfram með verkefnið á þeirri braut sem mörkuð var á fundinum.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 19. fundur - 10.01.2022

Steingrímur Jónsson verkefnisstjóri framkvæmdamála Múlaþings mætti á fund heimastjórnar í gegnum fjarfundarbúnað og kynnti stöðu mála er snúa að framkvæmdum í Fjarðarborg.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Steingrímur Jónsson - mæting: 14:30

Heimastjórn Borgarfjarðar - 22. fundur - 06.04.2022

Inn á fund heimastjórnar komu Steingrímur Randver Jónsson frá Múlaþingi og Björn Sveinsson frá Verkís. Þeir kynntu hönnunarvinnu verkefnisins fyrir heimastjórn.Heimastjórn þakkar kynninguna og lýst vel á framkomnar hugmyndir. Næsta skref er að fá tímasetta framkvæmda- og kostnaðaráætlun fyrir verkið. Stefnt er á að framkvæmdir hefjist í haust.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Steingrímur Randver Jónsson - mæting: 15:00
  • Björn Sveinsson - mæting: 15:00

Heimastjórn Borgarfjarðar - 23. fundur - 09.05.2022

Steingrímur Jónsson verkefnisstjóri framkvæmdamála í Múlaþingi og Björn Sveinsson frá Verkís komu á fund heimastjórnar og kynntu nýjar tillögur að lausnum aðgengismála í Fjarðarborg. Til skoðunar er hagkvæmni þess að setja upp lyftu - og stigahús við norðvesturvegg hússins sem snýr að grunnskólanum.

Heimastjórn tekur jákvætt í tillöguna en vísar henni til aðgengisfulltrúa Múlaþings og samráðshóps um málefni fatlaðs fólks í Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Björn Sveinsson - mæting: 09:30
  • Steingrímur Jónsson - mæting: 09:30

Heimastjórn Borgarfjarðar - 24. fundur - 24.06.2022

Heimastjórn Borgarfjarðar fór yfir stöðuna á verkefninu Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð. Vegna ónægra upplýsinga mun heimastjórn halda aukafund um málið.

Afgreiðslu frestað.
Getum við bætt efni þessarar síðu?