Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

12. fundur 03. maí 2021 kl. 09:00 - 11:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Jódís Skúladóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Sveinn Kristján Ingimarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Umsagnarbeiðni, Ljós- og raflögn, Núpur í Berufirði og Ós í Breiðdal

Málsnúmer 202104271Vakta málsnúmer

Heimastjórn telur ekki þörf á umhverfismati við umrædda framkvæmd. Starfsmanni heimastjórnar falið að svara erindinu í samvinnu við skipulagssvið Múlaþings.

2.Deiliskipulag, Steinaborg

Málsnúmer 202104051Vakta málsnúmer

Heimastjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Auglýsing um umferð í Múlaþingi

Málsnúmer 202102223Vakta málsnúmer

Starfmanni falið að forvinna tillögur að umferðarsamþykkt fyrir Djúpavog í samráði við íbúa og leggja fyrir næsta fund Heimastjórnar

4.Umsóknir Múlaþings um styrki til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða 2020

Málsnúmer 202011024Vakta málsnúmer

Greta Mjöll fór yfir úthlutanir á styrkjum til uppbyggingar ferðamannastaða.
Múlaþing hefur fengið rúmlega 3 milljóna styrk til að skipuleggja umhverfi við "körin" á Djúpavogi.

Gestir

  • Greta Mjöll Samúelsdóttir

5.Háaurar sorpmóttaka

Málsnúmer 202104304Vakta málsnúmer

Umgengni á sorpmóttökunni að Háaurum er ekki til fyrirmyndar og starfsleyfi hefur ekki verið gefið út. Heimastjórn leggur á það mikla áherslu að sorpmóttöku verði komið í viðunandi horf sem allra fyrst.

6.Fyrirspurn um Byggðarkvóta

Málsnúmer 202104305Vakta málsnúmer

Starfsmanni falið að afla frekari upplýsinga og kalla eftir fundi með sveitarstjóra og formanni Umhverfis og framkvæmdaráðs.

7.Vinnuskóli 2021

Málsnúmer 202101159Vakta málsnúmer

Heimastjórn lýsir yfir vonbrigðum með breytingar á fyrirkomulagi vinnskóla á Djúpavogi á komandi sumri. Einnig vantar atvinnutækifæri fyrir ungmenni á framhaldskólaladri en fyrir því er rík hefð í byggðarlaginu að þessum hópi standi til boða vinna fyrir sveitarfélagið. Heimastjórn hefur af því áhyggjur að þessi skerðing á vinnutíma komi niður á ásýnd og umhverfi bæjarinns og muni jafnvel auka kostnað sveitarfélagsins vegna aðkeyptrar vinnu.
Heimastjórn skorar á umhverfissvið að endurskoða þessar breytingar, sérstaklega vegna atvinnuástands í kjölfar covid faraldursins.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?