Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

2. fundur 16. nóvember 2020 kl. 08:30 - 09:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jódís Skúladóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Sveinn Kristján Ingimarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gauti Jóhannesson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gauti Jóhannesson starfsmaður heimastjórnar

1.Djúpivogur - efsti hluti Borgarlands 46-54 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202010573Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgarland 46-54 á Djúpavogi, dags. 31. júlí 2020, með síðari breytingum.

2.Djúpivogur - Bakki 4 - umbúðamóttaka matshl. 13

Málsnúmer 202010571Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs samþykkir með tveimur atkvæðum (KI og IR)að heimila útgáfu á byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Bakka 4. Jódís greiðir atkvæði á móti og hefði viljað að málið yrði kynnt betur með skýrari framsetningu.

3.Berufjörður 1 og 2 landskipti (stofnun Berufjörður, útihús)

Málsnúmer 202011080Vakta málsnúmer

Heimastjórn samþykkir að heimila stofnun lóðarinnar "Berufjörður útihús" úr landi Berufjarðar 2 og Berufjarðar 1.

4.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi fundar að öllu jöfnu á mánudögum í vikunni fyrir fasta fundi sveitarstjórnar. Næsti reglulegi fundur verður mánudaginn 7. desember. Íbúar geta sent inn erindi skriflega til heimastjórnar til fulltrúa sveitarstjóra á skrifstofuna í Geysi eða í tölvupósti gauti.johannesson@mulathing.is Erindi skulu berast fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn fyrir fund. Netföng heimastjórnarfólks eru:
Jódís Skúladóttir: jodis.skuladottir@mulathing.is
Kristján Ingimarsson: kristjan.ingimarsson@mulathing.is
Ingi Ragnarsson: ingi.ragnarsson@mulathing.is
Fundir heimastsjórnar eru lokaðir en fundargerðir verða birtar á vef Múlaþings, mulathing.is
Athugið að nýtt símanúmer í Geysi er: 4 700 764

Fundi slitið - kl. 09:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?