Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

18. fundur 04. október 2021 kl. 09:00 - 11:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jódís Skúladóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Sveinn Kristján Ingimarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2022

Málsnúmer 202109099Vakta málsnúmer

Guðlaugur fer yfir fjárhagsramma fyrir 2022 og þriggja ára áætlun 2022-2025. Einnig fór hann yfir niðurstöðu 2021.

Hugrún fer yfir framkvæmdaáætlun fyrir 2022 ásamt því að fara yfir helstu verkefni næstu misseri.
Heimastjórn mun taka saman lista af helstu verkefnum sem hún vill leggja áherslu á og senda á Umhverfis og framkvæmdasvið.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 09:20
  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 09:20

2.Fráveita á Djúpavogi Langitangi

Málsnúmer 202101275Vakta málsnúmer

Aðalsteinn og Þorsteinn fara yfir málefni tengd HEF á Djúpavogi. Vatnsveita, fráveita við Langatanga, framtíð hitavatnsleitar ofl.

Búið er að kostnaðarmeta fráveitu í eina útrás við Langatanga, en áætlaður kostnaður eru um 300 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Um 4 ára framkvæmd er að ræða, þar sem fyrst yrði hafist handa við útrásina sjálfa og hverfin tengd eitt af öðru í framhaldinu.

Heimastjórn brýnir fyrir Umhverfis og framkvæmdasviði að tryggja að skipulagsvinna tefji ekki framkvæmdir við Langatanga.

Samhliða þessum framkvæmdum yrði vatnsveita endurnýjuð eftir þörfum. Einnig er verið að meta vatnsþörf og mögulega stækkun á vatnsöflun fyrir byggðarlagið.

Unnið er í kostnaðargreiningu á vinnsluholu fyrir hitaveitu, upplýsingar um áætlaðan kostnað ættu að liggja fyrir í desemberbyrjun og mun Aðalsteinn kynna það fyrir Heimastjórn þegar það liggur fyrir.

Gestir

  • Aðalsteinn Þórhallsson - mæting: 10:00
  • Þorsteinn Baldvin Ragnarsson - mæting: 10:00

3.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að Jódís Skúladóttir er að hverfa til annara starfa. Heimstjórn þakkar Jódísi fyrir samstarfið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Sveitarstjórn Múlaþings mun skipa nýjan formann á fundi sínum í næstu viku.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?