Fara í efni

Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2022

Málsnúmer 202109099

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 31. fundur - 15.09.2021

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir fjárhagsramma áætlunarinnar og kynnir tímalínu fyrir vinnuna framundan sem gert er ráð fyrir að verði þannig:
15. september - Farið yfir tímaplan fjárhagsáætlunarvinnu og rammaáætlun sem samþykkt var í vor.
22. september - Farið yfir fyrstu tillögu að endanlegri rekstraráætlun.
29. september - Rekstraráætlun lögð fram til samþykktar og samþykktar gjaldskrár.
6. október - Farið yfir drög að framkvæmdaáætlun.
20. október - Framkvæmdaáætlun lögð fram til samþykktar.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 32. fundur - 22.09.2021

Farið yfir fyrstu tillögu að endanlegri rekstraráætlun.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 33. fundur - 29.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að rekstraráætlun sviðsins ásamt tillögu að gjaldskrá skipulags- og byggingarmála ásamt gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs fyrir árið 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að rekstraráætlun sviðsins ásamt tillögu að gjaldskrá skipulags- og byggingarmála og gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs fyrir árið 2022. Gjaldskrám er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjárhagsáætlun er áfram í vinnslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 18. fundur - 04.10.2021

Guðlaugur fer yfir fjárhagsramma fyrir 2022 og þriggja ára áætlun 2022-2025. Einnig fór hann yfir niðurstöðu 2021.

Hugrún fer yfir framkvæmdaáætlun fyrir 2022 ásamt því að fara yfir helstu verkefni næstu misseri.
Heimastjórn mun taka saman lista af helstu verkefnum sem hún vill leggja áherslu á og senda á Umhverfis og framkvæmdasvið.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 09:20
  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 09:20

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 34. fundur - 06.10.2021

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti tillögur að fjárfestingaáætlun fyrir 2022 og til næstu þriggja ára. Einnig lágu fyrir fundinum drög að fjárhagsáætlun fyrir hafnir Múlaþings.

Fjárhagsáætlun er áfram í vinnslu og gert er ráð fyrir að hafnastjóri komi á næsta fund ráðsins og fari yfir málið.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 16. fundur - 11.10.2021

Kjartan Róbertsson kom inn á fundinn og fór yfir núverandi framkvæmdir við Seyðisfjarðarskóla og tilvonandi þarfagreiningu. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Kjartan Róbertsson - mæting: 09:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 35. fundur - 20.10.2021

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti tillögur að fjárfestingaáætlun fyrir árið 2022 og til næstu þriggja ára. Jafnframt lá fyrir fundinum uppfærð tillaga að gjaldskrá skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2022 og til næstu þriggja ára. Einnig kynnti hafnarstjóri drög að rekstrar- og fjárfestingaáætlun fyrir hafnir Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur að fjárhagsáætlun hafna Múlaþings. Einnig fyrirliggjandi tillögu að fjárfestingaáætlun A-hluta sveitarfélagsins og fyrirliggjandi drög að gjaldskrá skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2022. Framangreindu er vísað til byggðarráðs til gerðar fjárhagsáætlunar 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 43. fundur - 19.01.2022

Verkefnastjórar framkvæmdamála kynntu viðhaldsáætlun ársins 2022.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Kjartan Róbertsson - mæting: 09:35
  • Steingrímur Jónsson - mæting: 09:35

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 46. fundur - 16.02.2022

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir fyrirhugaðar nýframkvæmdir og viðhald í gatnagerð á árinu 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fram lagða tillögu um nýframkvæmdir og viðhald í gatnagerð á árinu 2022. Áætlunin miðast við forsendur fjárhagsáætlunar um tekjur af gatnagerðargjöldum. Verði breytingar á þeim forsendum mun ráðið taka tillöguna fyrir á ný.
Jafnframt beinir ráðið því til framkvæmda- og umhverfismálastjóra að skoða sérstaklega endurbætur á göngutengingum við nýjan leikskóla í Fellabæ með það í huga að koma þeim í framkvæmd í ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 70. fundur - 28.11.2022

Farið verður yfir stöðu stórra framkvæmdaverkefna sem hafa verið í gangi á árinu 2022.
Formaður byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum situr fundinn undir þessum lið auk verkefnastjóra framkvæmdamála.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Kjartan Róbertsson - mæting: 10:30
  • Karl Lauritzson - mæting: 10:30
Getum við bætt efni þessarar síðu?