Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

9. fundur 12. apríl 2021 kl. 09:45 - 11:45 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Ólafur H Sigurðsson aðalmaður
  • Rúnar Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalheiður L Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Aðalheiður Borgþórsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Seyðisfjörður_Hlíðarvegur deiliskipulag_óveruleg breyting

Málsnúmer 202012083Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur fram eftirfarandi tillögu: Með hliðsjón af fram komnum athugasemdum, að fallið verði frá fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi.

Heimastjórn samþykkir tillöguna.

2.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Seyðisfjörður, Grenistangi

Málsnúmer 202103158Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

3.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

a)Borist hefur tillaga að minningarreit vegna skriðufalla á Seyðisfirði 18. desember 2020 frá Ólafíu Þ. Stefánsdóttur. Aðalheiður upplýsir að þegar er hafin vinna við minningarreit við Wathnestorfuna. Atvinnu- og menningarsvið í samstarfi við Austurbrú hafa sett af stað vinnu við að segja söguna á skilti sem reist verður strax í vor eða sumar. Einnig er hugmyndavinna komin af stað varðandi það sem eftir stendur af gömlu smiðjunni undir leiðsögn Minjastofnunar. Heimastjórn þakkar Ólafíu kærlega fyrir erindið og leggur til að atvinnu- og menningarsvið vinni málið áfram.

b)Róbert Ragnarsson ráðgjafi vegna sviðsmyndagreiningar fyrir atvinnulífið eftir skriðuföllin á Seyðsifirði. Róbert fór yfir verkferla og kallaði eftir hugmyndum að viðmælendum.

c)Ólafur Hr. Sigurðsson lagði fram eftirfarandi tillögur:

Tillaga 1.
„Heimastjórn hvetur sveitarstjórn Múlaþings til að hefja strax viðræður við stjórn Síldarvinnslunnar um framtíðarhugmyndir þeirra um starfsemi fyrirtækisins hér á Seyðisfirði og hvaða möguleikar eru í stöðunni. Jafnframt þarf að kynna nýtt hættumat fyrir stjórn Síldarvinnslunnar um leið og það liggur fyrir.“

Greinargerð: Síldarvinnslan er lang stærsta fyrirtækið á Seyðisfirði og það væri algert rothögg fyrir atvinnulífið á Seyðisfirði ef starfsemi þess leggst niður hér á staðnum. Fara þarf yfir nýtt hættumat og hvað það þýðir fyrir framtíðaáform Síldarvinnslunnar. Skoða þarf hvort mögulega megi byggja nýtt vinnsluhús utan hættusvæða á Seyðisfirði. Nauðsynlegt er að taka þessa umræðu sem fyrst áður en svæði fyrir hafnsækna starfsemi verði notuð í eitthvað annað. Jafnframt minnir heimastjórn á það að Seyðisfjörður hefur frá upphafi verið sjávarútvegsbær og þannig viljum við hafa það áfram.


Tillaga 2.
„Heimastjórn óskar eftir því við Umhverfis- framkvæmdanefnd að farið verði strax af fullum þunga í að skoða hvernig megi fullnýta möguleika atvinnusvæða utan hættusvæða á Seyðisfirði en þeir möguleikar eru ekki margir á meðan fjölmörg svæði eru undir íbúðabyggð eða blandaða notkun“

Greinargerð:
Við fjarðarbotnin á Seyðisfirði eru fá svæði utan hættusvæða sem henta fyrir atvinnuhúsnæði . Sérlega hefur þrengt að hafnsækinni starfsemi og við skipulagsvinnuna þarf að horfa sérstaklega til þessa.

Tillaga 3.
„Heimastjórn óskar eftir því við sveitarstjórn Múlaþings að hún hefji strax viðræður við ríkisvaldið um hvernig sé hægt að koma til móts við tjón það sem varð á atvinnustarfsemi á Seyðisfirði í hamförunum þann 18. desember 2020 og ekki er bætt af hálfu NHÍ eða annara tryggingarfélaga„

Greinargerð:
Nú er orðið ljóst að aðilar hér á Seyðisfirði urðu fyrir tjóni sem engar tryggingar bæta. Tjón þetta hleypur á tugum milljóna og í ljósi þess að skriðuföll af þessu tagi eru engum að kenna og því er eðlilegt að fundin verði leið til að bæta þetta tjón að svo miklu leyti sem það er hægt. Á Seyðisfirði varð gríðarlegt tjón á starfsemi sem var á B-svæði og það reyndar vegna snjóflóðahættu. Í ársgamalli skýrslu um hættumat fyrir Seyðisfjörð var lítil hætta talin á aurskriðum á þessu svæði. Tryggingar hjá þessum aðilum tóku m.a. mið af þessum skýrslum okkar færustu sérfræðinga í náttúruvá. Fulltrúar ríkisstjórnar komu hér á Seyðisfjörð strax á fyrstu dögum eftir hamfarirnar og sögðust sjá til þess að hér yrði allt bætt enda auðvelt þar sem á einhvern óskiljanlegan máta varð ekkert manntjón aðeins eignatjón. Þegar fulltrúar ríkisstjórnar gefa svona yfirlýsingar verða orð að standa.

Heimastjórn samþykkir tillögurnar.

Gestir

  • Róbert Ragnarsson ráðgjafi - mæting: 10:45

4.Seyðisfjörður - Ritun og útgáfa á sögu Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202104002Vakta málsnúmer

Heimastjórn þakkar erindið og vísar því til byggðaráðs til umfjöllunar og vinnslu.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?