Fara í efni

Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 8. fundur - 06.01.2021

Umræður um stöðu mála á Seyðisfirði í kjölfar hamfara. Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir stöðu mála og aðgerðir.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Múlaþings - 5. fundur - 06.01.2021

Björn Ingimarsson sveitarstjóri kynnti í upphafi fundar bréf frá forseta Íslands dagsett 22. desember, þar sem hann sendir hlýjar jóla- og áramótakveðjur til Seyðfirðinga og íbúa Múlaþings. Jafnframt sendir hann þakkir til Austfirðinga fyrir hlýhug og samstöðu í kjölfar hamfaranna á Seyðisfirði og til allra sem sinntu almannavörnum og björgunarstörfum á vettvangi.


Farið yfir stöðu mála á Seyðisfirði.
Eftirtaldir tóku til máls undir þessum lið og í þessari röð: Elvar Snær Kristjánsson, sem bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn. Hildur Þórisdóttir, Kristjana Sigurðardóttir, sem bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn. Hildur Þórisdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Jódís Skúladóttir, sem bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn. Þröstur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn. Vilhjálmur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Jódís Skúladóttir, Jakob Sigurðsson, Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Hildur Þórisdóttir, Jódís Skúladóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, Þröstur Jónsson, Jakob Sigurðsson og Vilhjálmur Jónsson.

Að höfðu samráði við Náttúruhamfaratryggingu Íslands er eftirfarandi tillaga lögð fram:

Sveitarstjórn Múlaþings heimilar ekki endurbyggingu húsa á eftirtöldum lóðum fyrr en hættumat liggur fyrir og gerðar hafa verið fullnægjandi ráðstafanir í ofanflóðavörnum fyrir umræddar lóðir.

Altjón.

Íbúðarhúsnæði:
Breiðablik Austurvegur 38a
Framhúsið Hafnargata 6
Berlín Hafnargata 24
Dagsbrún Hafnargata 26
Sandfell Hafnargata 32

Annars konar húsnæði:
Silfurhöllin Hafnargata 28
Turninn Hafnargata 34
Skipasmíðastöðin Hafnargata 29
Gamla skipasmíðastöðin Hafnargata 31
Tækniminjasafnið Hafnargata 38 a

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 3. fundur - 11.01.2021


a) Skipulagsmál á Seyðisfirði í kjölfar aurflóðanna á Seyðisfirði 18. desember 2020.
Tillaga að bókun:

Heimastjórn leggur til að umhverfis-og framkvæmdaráð hafi hraðar hendur með að skipa í stýrihóp sem hefur það hlutverk að greina stöðu húsnæðismála og alla uppbyggingu á Seyðisfirði í kjölfar aurflóðanna í desember s.l. Skoða verður alla möguleika með þéttingu byggðar fyrir nýbyggingar og einnig ný örugg svæði eins og t.d. núverandi knattspyrnuvöll. Rödd íbúa verður að fá að heyrast og náið samstarf verði í þessari vinnu við þá íbúa sem hlut eiga að máli. Mikilvægt er að þrýst verði á að staðið verði við þau loforð sem ríkisvaldið hefur gefið út varðandi aðstoð við uppbyggingu Seyðisfjarðar

b) Ofanflóðavarnir.

Heimastjórn gerir þá kröfu að strax verði hafin rannsókn á því hvað varð þess valdandi að rýmingar fóru ekki fram fyrr en skriður voru farnar að falla og nánast allar rýmingar sem framkvæmdar voru í raun “sagnfræði? en ekki forspá eins og þær eiga að vera. Mikið verk er nú óunnið til að skapa traust íbúa til rýminga. Endurskoða verður allt vinnulag við ákvarðanatökur við óvissuaðstæður og að ekki sé talað um hamfaraaðstæður eins voru í aðdragandi hamfaranna þann 18 desember síðastliðinn. Sérstaklega þarf að skoða hvar ábyrgð á ákvörðun um rýmingar liggur en samkvæmt núgildandi reglum liggur ákvörðun um rýmingar hjá Veðurstofu varðandi snjóflóðahættu og hjá Almannavarnarnefnd varðandi aurskriðuhættu. Þetta skapar hættulegt flækjustig sem sýndi sig ljóslega í þessum atburðum á Seyðisfirði. Eðlilegt verður að telja að í báðum tilvikum eigi þessi ákvörðun að liggja hjá Veðurstofu með sterkri tengingu inn á staðina bæði með aðkomu eftirlitsmanna Veðurstofunnar á hverjum stað auk staðarnefndar sem virkjast um leið og Veðurstofa telur tilefni til. Núverandi staða þessara mála er algerlega óviðunandi enda ljóst að þetta flækjustig hefði getað kostað mörg mannslíf á Seyðisfirði.

Bókun sendist til Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Sveitastjórnar Múlaþings, Ofanflóðasjóðs, Veðurstofunnar og Sveitastjórnaráðuneytið.

c) Áframhaldandi áfallahjálp fyrir íbúa Seyðisfjarðar.

Heimastjórn leggur þunga áherslu á áframhaldandi þjónustu við bæjarbúa er varðar áfallahjálp og beinir því til Félagsþjónustu Múlaþings að tryggja að svo verði. Slík þjónusta verður að vera til staðar næstu mánuði og því mikilvægt að hún verði veitt áfram á Seyðisfirði og einnig hugað vel að einstökum hópum. Mikilvægt er að í boði verði sérstakt námskeið í áfallahjálp fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla til að greina áfallaeinkenni barna.

d.Fjarðarheiðargöng

Mikilvægt er fyrir alla uppbyggingu á Seyðisfirði að vinna við Fjarðarheiðargöng hefjist sem fyrst. Heimastjórn skorar á ríkisstjórnina að kvika hvergi frá áætlunum um Seyðisfjarðargöng, mikilvægt er fyrir íbúa Seyðisfjarðar að eiga greiða flóttaleið frá staðnum ef hamfaraaðstæður eru í uppsiglingu.Núverandi aðstæður með einu landleiðina frá Seyðisfirði um hæsta og erfiðasta fjallveg landsins er ekki lengur boðleg. Mikil mildi var að Fjarðarheiðin var fær 18. desember þegar ósköpin dundu yfir.

d.Útgáfa upplýsingarblaðs á Seyðisfirði

Heimastjórn telur mikilvægt að huga fljótt að upplýsingablað fyrir Seyðfirðinga þar sem eingöngu eru upplýsingar um aurskriðurnar, afleiðingar hennar og það sem framundan er.

e) Þakkir.

Heimastjórn þakkar öllum þeim fjölmörgu sem komið hafa að björgunarstörfum á Seyðisfirði fyrir frábærlega unnin störf. Heimastjórn lýsir jafnframt yfir ánægju sinni með það hversu vel hreinsunarstörf hafa gengið og hversu gott skipulag hefur verið á málum af hálfu Múlaþings. Vinnubrögð þeirra sem hafa komið hér að málum varðandi tryggingar og almannaþjónustu hafa verið einstaklega vel unnin sem ber sérstaklega að þakka.

Byggðaráð Múlaþings - 8. fundur - 12.01.2021

Farið yfir stöðu mála, hlutverk starfshóps ráðuneyta, erindi sveitarfélagsins til Ofanflóðasjóðs o.fl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Gauti Jóhannesson forseti sveitarstjórnar verði tengiliður sveitarfélagsins við starfshóp ráðuneyta vegna hamfaranna á Seyðisfirði í desember sl.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Sveitarstjórn Múlaþings - 6. fundur - 13.01.2021

Í bókun sveitarstjórnar Múlaþings 6. janúar sl. kom fram að hún heimilar ekki endurbyggingu húsa á tilgreindum lóðum á Seyðisfirði, fyrr en hættumat liggur fyrir og gerðar hafa verið fullnægjandi ráðstafanir í ofanflóðavörnum fyrir umræddar lóðir.
Fram hafa komið athugasemdir við áður samþykktan lóðalista og er hann hér lagður fram öðru sinni með áorðnum breytingum.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Hildur Þórisdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Elvar Snær Kristjánsson, Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurn, Þröstur Jónsson, Hildur Þórisdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson, Elvar Snær Kristjánsson, Jakob Sigurðsson og Vilhjálmur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings heimilar ekki endurbyggingu húsa á eftirtöldum lóðum á Seyðisfirði, fyrr en hættumat liggur fyrir og gerðar hafa verið fullnægjandi ráðstafanir í ofanflóðavörnum fyrir umræddar lóðir.

Altjón.

Íbúðarhúsnæði:
Breiðablik Austurvegur 38a
Framhúsið Hafnargata 6
Berlín Hafnargata 24
Dagsbrún Hafnargata 26
Sandfell Hafnargata 32

Annars konar húsnæði:
Fjárhús Hafnargata 16 d
Silfurhöllin Hafnargata 28
Turninn Hafnargata 34
Skipasmíðastöðin Hafnargata 29
Gamla skipasmíðastöðin Hafnargata 31
Tækniminjasafnið Hafnargata 38 a

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Ungmennaráð Múlaþings - 1. fundur - 14.01.2021

Ungmennaráð Múlaþings beinir því til sveitarfélagsins og annarra sem koma að almannavörnum og áfallahjálp í kjölfar skriðufalla á Seyðisfirði í desember að huga sérstaklega að líðan barna og ungmenna á Seyðisfirði á komandi tímum.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 9. fundur - 19.01.2021

Farið yfir stöðu mála. Fyrirspurnir frá fyrirtækjum, húseigendum o.fl.

Einnig var fjallað um erindi sem borist hafa til sveitarfélagsins sem trúnaðarmál og voru bókuð í trúnaðarmálabók.

Byggðaráð Múlaþings - 10. fundur - 26.01.2021

Farið yfir stöðu mála, fyrirspurnir, minnisblöð o.fl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa framkomnum hugmyndum frá Hafdal varðandi gerð heimildarmyndar til heimastjórnar Seyðisfjarðar til umsagnar, sem og fram komnum hugmyndum frá Dalabyggð. Byggðaráð leggur jafnframt áherslu á að hraðað verði eins og unnt er endurskoðuðu grunnmati á afmörkuðu svæði utan skriðu sem og á svæðinu við Múla þannig að hægt verði að taka afstöðu sem fyrst til nýtingar húsnæðis á umræddum svæðum til framtíðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Bráðabirgðahættumat á áhrifasvæði skriðunnar 18. desember 2020 frá Múla út fyrir Stöðvarlæk"
Bráðabyrgðahættumat þetta virðist miðast við þá stöðu óstöðugs jarðefnamassa sem nú er staðsettur utan og innan skriðusárs allt frá Stöðvarlæk að Búðará.
Með bókun þessari er þess æskt að Veðurstofan geri hættumat að því gefnu að þessum jarðefnamassa verði rutt niður eða fluttur af svæðinu að mestu.
Almennt er þess æskt að endurskoðað hættumat á svæðinu frá Stöðvarlæk og inn að Dagmálalæk verði unnið mtt. mögulegra jarðefnaflutninga úr brún setlagastaflans sem að jafnaði skríður úr.
Tilgangur slíks mats er að geta gert sér grein fyrir hversu langt er hægt að ganga í að endurreisa og halda byggð í sem mest upprunalegu horfi, með ásættanlegri áhættu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 4. fundur - 01.02.2021

a) Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdastjóri Austurbrú kynnti fyrir fundarmönnum þá vinnu sem hún hefur stýrt varðandi greiningu á atvinnulífinu á Seyðisfirði eftir skriðu. Hún ásamt Aðalheiði Borgþórsdóttur hafa tekið viðtöl við alla þá sem orðið hafa fyrir einhverskonar tjóni af völdum skriðunnar. Annaðhvort með því að missa aðstöðu og hús í flóðinu eða vegna vinnslustöðvunar. Vonir standa til að skýrslan verði tilbúin á næstunni en hún mun kasta ljósi á það með hvaða hætti þarf að bregðast við þeim áskorunum er atvinnulífið stendur frammi fyrir.

b) Hafdal framleiðsla kynnir gerð heimildamyndar í seríunni "Háski" um skriðurnar á Seyðisfirði frá í desember 2020. Heimastjórn þakkar erindið en bendir á að efnið er afar viðkvæmt og telur mikilvægt að tekið verði tillit til bæjarbúa varðandi umfjöllun.

c)Dalabyggð býður aðstoð við að græða upp skriðusárin á Seyðisfirði. Heimastjórn þakkar kærlega fyrir erindið. Heimastjórn leggur áherslu á að fengnir verði fagaðilar til þess að hanna svæðið og stjórna uppgræðslu á skriðusvæðum og hafi til hliðsjónar hið góða boð frá Dalabyggð.

d) Erindi hefur borist frá Gísla Sigurgeirssyni varðandi heimildarmyndagerð. Gísli segir að markmið hans sé að gera heimildamynd um Seyðisfjörð þannig úr garði gerða að hún blási Seyðfirðingum bjartsýni og framfarahug í brjóst. Heimastjórn þakkar erindið en bendir á að efnið er afar viðkvæmt og telur mikilvægt að tekið verði tillit til íbúa varðandi umfjöllun.

Gestir

  • Jóna Árný Þórðardóttir - mæting: 09:15

Sveitarstjórn Múlaþings - 7. fundur - 01.02.2021

Fyrir lá frumathugunarskýrsla varðandi mögulegar ofanflóðavarnir fyrir íbúðabyggð við Stöðvalæk á Seyðisfirði. Fram kemur að mögulegt er að verjast minni skriðum að stærð allt að um 5.000 m3 en ekki er talið raunhæft að verjast skriðum úr sífreranum undir Strandartindi eða skriðum úr hlíðum farvegar Stöðvalækjar ofan Neðri-Botna með góðu móti. Byggðin við Stöðvarlæk yrði því áfram á hættusvæði C, þó svo gripið yrði til aðgerða varðandi ofanflóðavarnir.

Til máls tóku í þessari röð: Elvar Snær Kristjánsson, Stefán Bogi Sveinsson, Jódís Skúladóttir, Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Jakob Sigurðsson, Vilhjálmur Jónsson, Þröstur Jónsson, Jódís Skúladóttir og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Í ljósi niðurstaðna frumathugunarskýrslu vegna ofanflóðahættu á svæðinu við Stöðvarlæk á Seyðisfirði samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup húseigna á umræddu svæði.

Þær húseignir sem um er að ræða eru eftirtaldar:

Hafnargata 40B
Hafnargata 42
Hafnargata 42B
Hafnargata 44B

Sveitarstjórn leggur áherslu á að við mat á umræddum eignum verði litið til þeirra menningarverðmæta sem í þeim felast og endurbóta sem á þeim hafa verið gerðar í samráði við Minjastofnun Íslands, þar sem það á við.
Einnig leggur sveitarstjórn áherslu á að við mat á eignunum verði horft til enduröflunarvirðis þeirra.

Í frumathugunarskýrslunni kemur fram að ekki er unnt að verja byggðina fyrir skriðuföllum þannig að ásættanleg áhætta náist. Sveitarstjórnin samþykkir því að ekki verði heimiluð íbúðarbyggð á þessu svæði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 11. fundur - 02.02.2021

Fyrir lá svar Veðurstofunnar við bókun á fundi byggðaráðs þ. 26. janúar sl.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 12. fundur - 10.02.2021

Farið yfir fyrirkomulag ákvarðana varðandi hús á skriðusvæði utan Búðarár og á nærliggjandi svæðum.
Einnig liggur fyrir ráðinu tölvupóstur frá Zuhaitz Akizu safnstjóra Tækniminjasafnsins varðandi aðstoð við að útvega geymsluhúsnæði fyrir safnið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að beina erindi til starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem skipaður var í kjölfar skriðufallanna, um mögulega aðkomu ríkisins að lausn á geymslumálum Tækniminjasafns Austurlands. Fulltrúa Múlaþings í starfshópnum er falið að fylgja erindinu eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipuð verði ráðgjafanefnd sem geri tillögur til ráðsins um ráðstafanir vegna húsa á og nærri skriðusvæði utan Búðarár, svo sem nánar greinir hér að neðan.

A) Íbúðarhúsnæði sem samþykkt hefur verið að sveitarfélagið kaupi upp með tilstyrk Ofanflóðasjóðs. Um brottflutning þeirra og nýja staðsetningu, eða niðurrif.
B) Gamla ríkið við Hafnargötu. Um staðsetningu og fyrirkomulag endurgerðar.
C) Annað húsnæði á svæðinu sem er í eigu sveitarfélagsins. Um þörf fyrir aðgerðir á borð við brottflutning, endurgerð eða niðurrif.
D) Húsnæði á vegum Tækniminjasafns Austurlands. Um húsnæði fyrir safnið, hugsanlegan brottflutning, endurbyggingu, niðurrif eða nýbyggingar. Unnið verði með stjórn og safnverði Tækniminjasafnsins.
Ráðgjafanefndin verði skipuð einum til þremur fulltrúum úr heimastjórn Seyðisfjarðar (samkvæmt nánari ákvörðun heimastjórnar), tveimur fulltrúum af umhverfis- og framkvæmdasviði Múlaþings, tveimur fulltrúum frá stofnunum ríkisins á sviði húsa- og minjaverndar og tveimur fulltrúum íbúa á Seyðisfirði. Umhverfis- og framkvæmdaráð mun ganga frá skipan nefndarinnar og staðfesta erindisbréf fyrir hana fyrir lok febrúar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 8. fundur - 10.02.2021

Fram hefur komið við frekari skoðun á hættusvæðinu á Seyðisfirði að bílskúr sem stóð við Austurveg 38b er innan marka hættusvæðis og þrengir auk þess að lækjarfarvegi. Eðlilegt er því að hann bætist við þann lista húsa sem sveitarstjórn heimilar ekki endurbyggingu á.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að bæta bílskúr við Austurveg 38b á lista yfir þau hús sem sveitarstjórn heimilar ekki endurbyggingu á, fyrr en hættumat liggur fyrir og gerðar hafa verið fullnægjandi ráðstafanir í ofanflóðavörnum fyrir umræddar lóðir.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 5. fundur - 15.02.2021

a) Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkti á 12. fundi sínum 10.02.2021 að skipuð verði ráðgjafanefnd sem geri tillögur til ráðsins um ráðstafanir vegna húsa á og nærri skriðusvæði utan Búðarár, svo sem nánar greinir í fundargerð. Ráðgjafanefndin verði skipuð einum til þremur fulltrúum úr heimastjórn Seyðisfjarðar (samkvæmt nánari ákvörðun heimastjórnar), tveimur fulltrúum af umhverfis- og framkvæmdasviði Múlaþings, tveimur fulltrúum frá stofnunum ríkisins á sviði húsa- og minjaverndar og tveimur fulltrúum íbúa á Seyðisfirði. Umhverfis- og framkvæmdaráð mun ganga frá skipan nefndarinnar og staðfesta erindisbréf fyrir hana fyrir lok febrúar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar tilnefnir Rúnar Gunnarsson og Ólaf Sigurðsson sem fulltrúa Heimastjórnar. Heimastjórn leggur til að menningarstjóri Múlaþings sitji einnig í ráðgjafanefndinni.

b) Innsent erindi frá Björgunarsveitin Ísólf þar sem óskað er eftir að Heimastjórn taki málefni þeirra til umræðu en Björgunarsveitarhúsið er á skriðusvæðinu. Umræður urðu um málið. Beðið er eftir hættumati fyrir svæðið, von er á því fljótlega. Nánar verður fjallað um málið þegar hættumat liggur fyrir.

c) Viðtöl við þá sem lentu í hamförunum 18. des sl.
Þau Sigríður Matthíasdóttir og Jón Pálsson hafa lokið við að taka viðtölin og hafa skilað af sér verkinu. Viðtölin sem tekin voru urðu 34 og 35 viðmælendur. Auk þess að taka viðtölin er stuttur texti sem fylgir með hverju viðtali og þá sérstaklega ef eitthvað nýtt kemur fram í viðkomandi viðtali og í einstaka tilvikum hafa viðtölin verið unnin yfir í texta. Öllum viðtölunum fylgir kort sem sýnir hvar viðkomandi var og hvert hann forðaði sér. Kostnaður var innan marka áætlunar. Þeim Sigríði og Jóni er þakkað vel unnið verk.

Heimastjórn felur Ólafi Sigurðssyni að vinna áfram með viðtölin í samvinnu við Veðurstofuna.

Gestir

  • Stefán Bogi Sveinsson
  • Hugrún Hjálmarsdóttir

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 6. fundur - 01.03.2021

a) Safnaráð hefur tilkynnt Tækniminjasafninu að óhemilt er að geyma ómetanlega muni eins og til dæmis þá sem eru á efri hæð Hafnargötu 44 í húsi á C svæði.

Skúli Vignisson og Zuhaitz Akizu komu á fund Heimastjórnar og fóru yfir stöðu mála. Safnið er enn á neyðarstigi við björgun muna, og liggur fyrir að það þurfi að fjarlægja og grysja muni úr fjórum húsum sem eru Angró, Skemman, Vélsmiðjan og Gamla símstöðin. Heimastjórn styður stjórn safnsins í þeim áherslum að bregðast hratt við í þeim bráðabirgðalausnum sem liggja fyrir.

b) Heimastjórn tilnefnir Ólaf Hr. Sigurðsson og Berglindi Hörpu Svavarsdóttur í verkefnisstjórn.

Gestir

  • Skúli Vignisson - mæting: 09:00
  • Zuhaitz Akizu - mæting: 09:00

Byggðaráð Múlaþings - 14. fundur - 02.03.2021

Fyrir liggur beiðni frá Austurbrú um tilnefningu tveggja fulltrúa í verkefnastjórn, á grundvelli samnings Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins við Múlaþing og Austurbrú vegna stuðnings við atvinnulíf á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að eftirtaldir aðilar verði tilnefndir í verkefnisstjórnina fh. Múlaþings:

Gauti Jóhannesson
Stefán Bogi Sveinsson

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Einnig liggur fyrir samningur vegna stuðnings við atvinnulíf á Seyðisfirði í kjölfar jarðskriða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að veita sveitarstjóra heimild til að undirrita samninginn fyrir hönd Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 9. fundur - 10.03.2021

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Jódís Skúladóttir, Hildur Þórisdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Þröstur Jónsson og Vilhjálmur Jónsson.


Fyrir lá tillaga byggðaráðs Múlaþings, dags. 02.03.2021, varðandi tilnefningu fulltrúa sveitarfélagsins í verkefnastjórn á grundvelli samnings Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins við Múlaþing og Austurbrú vegna stuðning við atvinnulíf á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samkvæmt tillögu byggðaráðs Múlaþings samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að eftirfarandi aðilar verði tilnefndir í verkefnisstjórnina fh. Múlaþings:

Gauti Jóhannesson
Stefán Bogi Sveinsson

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Varðandi húseignir á skriðusvæði utan Búðarár er eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings heimilar ekki endurbyggingu húsa á eftirtöldum lóðum fyrr en endurskoðað hættumat liggur fyrir og gerðar hafa verið fullnægjandi ráðstafanir í ofanflóðavörnum fyrir umræddar lóðir.

Hafnargata 38
Hafnargata 35-37
Hafnargata 25

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir jafnframt, að höfðu samráði við eigendur, að fallið verði frá kröfu um endurbyggingu íbúðarhúsnæðis að Botnahlíð 17 að því gefnu að eigandi húsnæðisins ráðist í lágmarksfrágang svo að öryggi húsnæðisins verði tryggt og að húsnæðið verði lokað fyrir utanaðkomandi umferð, skv. samkomulagi þar um. Náttúruhamfaratryggingu skal tilkynnt sérstaklega um það þegar slíkt samkomulag liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 16. fundur - 23.03.2021

Fyrir lágu drög frá Veðurstofu Íslands að endurskoðuðu hættumati fyrir svæðið frá Búðará að Skuldarlæk á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir því við Veðurstofu Íslands að vinnu við endurskoðað hættumat á umræddu svæði verði lokið sem fyrst og það gert opinbert. Sveitarstjóra jafnframt falið að funda með fulltrúum Ofanflóðasjóðs og Eflu varðandi stöðu mála varðandi frumathugun og í framhaldi af því með eigendum húsa á svæðinu. Æskilegt er að á þeim fundi verði einnig sérfræðingar Veðurstofu og Eflu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 17. fundur - 24.03.2021

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir breytingar á áður kynntum bráðaframkvæmdum vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Breytingarnar felast í nýjum skurði ofan við ytri hluta Botnahlíðar og að færa til neðsta hlutann á farvegi Búðarár og gera nýjan stokk undir Hafnargötu. Fram kom að munabjörgun er lokið á svæðinu.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 17. fundur - 30.03.2021

Fyrir lá minnisblað frá Veðurstofu Íslands varðandi endurskoðað hættumat fyrir svæðið frá Búðará að Skuldalæk á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að óska eftir því við sérfræðinga ofanflóðavarna að unnið verði kostnaðarmat varðandi gerð varanlegra varna við svæðið við Búðará auk tímaáætlunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi er hann átti með sérfræðingum Veðurstofunnar, Eflu og fulltrúa Ofanflóðasjóðs varðandi innihald minnisblaðsins. Einnig gerði sveitarstjóri grein fyrir matsgerðum vegna Hafnargötu 40b, 42 - 101, 42 - 201, 42b, 44b - 101 og 44b - 201, auk fundar er hann átti með fulltrúa Ofanflóðasjóðs varðandi matsgerðirnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs vegna fyrirhugaðra kaupa á húseignum að Hafnargötu 40b, 42 - 101, 42 - 201, 42b, 44b - 101 og 44b - 201 á Seyðisfirði á grundvelli matsgerða er unnar voru fyrir Múlaþing og Ofanflóðasjóð í byrjun árs 2021. Sveitarstjóra falið að senda Ofanflóðanefnd erindi varðandi framangreint.
Sveitarstjóra jafnframt falið að vera í sambandi við húseigendur er gert hafa athugasemdir við fyrirliggjandi matsgerðir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 9. fundur - 12.04.2021

a)Borist hefur tillaga að minningarreit vegna skriðufalla á Seyðisfirði 18. desember 2020 frá Ólafíu Þ. Stefánsdóttur. Aðalheiður upplýsir að þegar er hafin vinna við minningarreit við Wathnestorfuna. Atvinnu- og menningarsvið í samstarfi við Austurbrú hafa sett af stað vinnu við að segja söguna á skilti sem reist verður strax í vor eða sumar. Einnig er hugmyndavinna komin af stað varðandi það sem eftir stendur af gömlu smiðjunni undir leiðsögn Minjastofnunar. Heimastjórn þakkar Ólafíu kærlega fyrir erindið og leggur til að atvinnu- og menningarsvið vinni málið áfram.

b)Róbert Ragnarsson ráðgjafi vegna sviðsmyndagreiningar fyrir atvinnulífið eftir skriðuföllin á Seyðsifirði. Róbert fór yfir verkferla og kallaði eftir hugmyndum að viðmælendum.

c)Ólafur Hr. Sigurðsson lagði fram eftirfarandi tillögur:

Tillaga 1.
„Heimastjórn hvetur sveitarstjórn Múlaþings til að hefja strax viðræður við stjórn Síldarvinnslunnar um framtíðarhugmyndir þeirra um starfsemi fyrirtækisins hér á Seyðisfirði og hvaða möguleikar eru í stöðunni. Jafnframt þarf að kynna nýtt hættumat fyrir stjórn Síldarvinnslunnar um leið og það liggur fyrir.“

Greinargerð: Síldarvinnslan er lang stærsta fyrirtækið á Seyðisfirði og það væri algert rothögg fyrir atvinnulífið á Seyðisfirði ef starfsemi þess leggst niður hér á staðnum. Fara þarf yfir nýtt hættumat og hvað það þýðir fyrir framtíðaáform Síldarvinnslunnar. Skoða þarf hvort mögulega megi byggja nýtt vinnsluhús utan hættusvæða á Seyðisfirði. Nauðsynlegt er að taka þessa umræðu sem fyrst áður en svæði fyrir hafnsækna starfsemi verði notuð í eitthvað annað. Jafnframt minnir heimastjórn á það að Seyðisfjörður hefur frá upphafi verið sjávarútvegsbær og þannig viljum við hafa það áfram.


Tillaga 2.
„Heimastjórn óskar eftir því við Umhverfis- framkvæmdanefnd að farið verði strax af fullum þunga í að skoða hvernig megi fullnýta möguleika atvinnusvæða utan hættusvæða á Seyðisfirði en þeir möguleikar eru ekki margir á meðan fjölmörg svæði eru undir íbúðabyggð eða blandaða notkun“

Greinargerð:
Við fjarðarbotnin á Seyðisfirði eru fá svæði utan hættusvæða sem henta fyrir atvinnuhúsnæði . Sérlega hefur þrengt að hafnsækinni starfsemi og við skipulagsvinnuna þarf að horfa sérstaklega til þessa.

Tillaga 3.
„Heimastjórn óskar eftir því við sveitarstjórn Múlaþings að hún hefji strax viðræður við ríkisvaldið um hvernig sé hægt að koma til móts við tjón það sem varð á atvinnustarfsemi á Seyðisfirði í hamförunum þann 18. desember 2020 og ekki er bætt af hálfu NHÍ eða annara tryggingarfélaga„

Greinargerð:
Nú er orðið ljóst að aðilar hér á Seyðisfirði urðu fyrir tjóni sem engar tryggingar bæta. Tjón þetta hleypur á tugum milljóna og í ljósi þess að skriðuföll af þessu tagi eru engum að kenna og því er eðlilegt að fundin verði leið til að bæta þetta tjón að svo miklu leyti sem það er hægt. Á Seyðisfirði varð gríðarlegt tjón á starfsemi sem var á B-svæði og það reyndar vegna snjóflóðahættu. Í ársgamalli skýrslu um hættumat fyrir Seyðisfjörð var lítil hætta talin á aurskriðum á þessu svæði. Tryggingar hjá þessum aðilum tóku m.a. mið af þessum skýrslum okkar færustu sérfræðinga í náttúruvá. Fulltrúar ríkisstjórnar komu hér á Seyðisfjörð strax á fyrstu dögum eftir hamfarirnar og sögðust sjá til þess að hér yrði allt bætt enda auðvelt þar sem á einhvern óskiljanlegan máta varð ekkert manntjón aðeins eignatjón. Þegar fulltrúar ríkisstjórnar gefa svona yfirlýsingar verða orð að standa.

Heimastjórn samþykkir tillögurnar.

Gestir

  • Róbert Ragnarsson ráðgjafi - mæting: 10:45

Byggðaráð Múlaþings - 18. fundur - 20.04.2021

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi viðræður við húseigendur á svæðinu við Stöðvarlæk sem hófust í framhaldi af því að fyrir lá samþykki Ofanflóðanefndar um að gengið yrði til samninga um uppkaup eignanna á grundvelli fyrirliggjandi mats. Einnig lá fyrir frumathugun ofanflóðavarna á svæðinu við Búðará er unnin hefur verið af sérfræðingum um ofanflóðavarnir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá kaupum á fasteigninni Hafnargötu 42 02 á grundvelli fyrirliggjandi draga að kaupsamningi. Jafnframt er sveitarstjóra falið að vinna áfram að viðræðum við húseigendur og samningagerð og skulu kaupsamningar lagðir fyrir byggðaráð til samþykktar er þeir liggja fyrir. Jafnframt er sveitarstjóra falið að koma athugasemdum húseigenda á framfæri við Ofanflóðanefnd auk þess að þær verða teknar til umfjöllunar í byggðaráði.
Vegna innkomins erindis varðandi mögulegra kaupa og uppbyggingar húsnæðis á Seyðisfirði, er sveitarstjóra falið að bregðast við erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 19. fundur - 27.04.2021

Farið yfir stöðu mála, m.a. varðandi viðræður við húseigendur.

Byggðaráð er sammála um mikilvægi þess að halda áfram viðræðum við Síldarvinnsluna um framtíðarútfærslu á aðstöðu til atvinnuuppbyggingar í sjávarúvegi á Seyðisfirði.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 10. fundur - 03.05.2021

Heimastjórn fagnar hugmyndinni og mun koma verkefninu í farveg. Efnistök munu í grunnin varða upplýsingar um skriðumál, uppbyggingu með blönduðu ívafi eins og t.d. pistlum frá íbúum,auglýsingum og skemmtiefni. Heimastjórn felur starfsmanni Heimastjórnar að auglýsa eftir ritstjóra.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 10. fundur - 03.05.2021

Heimastjórn leggur til við sveitastjórn að skipulagsvinna við framtíðaruppbyggingu hafnarsvæða á Seyðisfirði verði hafin strax.

Ljóst er að staða hafnsækinnar starfsemi á Seyðisfirði er erfið í ljósi aðstæðna eins og Heimastjórn benti á á síðasta fundi. Brýnt er að finna lausnir og að vera í góðu samtali við hlutaðeigandi.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 10. fundur - 03.05.2021

Fyrir fundinum lá tölvupóstur frá Tómasi Jóhannessyni sérfræðingi Veðurstofunnar og minnisblað frá Eflu. Þar upplýsir hann Heimastjórn um stöðu ofanflóðavarna við "Múlasvæðið" og fjallar um tilvonandi frummatsskýslu. Heimastjórn óskar eftir því að gögn sem varða málið verði komið til Heimastjórnar á sama tíma og þau berast sveitastjórn. Mikilvægt er að Heimastjórn sé upplýst jafnóðum um stöðu mála.

Byggðaráð Múlaþings - 21. fundur - 04.05.2021

Inn á fundinn undir þessum lið mættu þeir Jón Egill Sveinsson og Jón Haukur Steingrímsson og fóru yfir mögulegar útfærslur á skriðuvörnum. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum með húseigendum við Stöðvalæk og fulltrúa Ofanflóðasjóðs.
Að loknum umræðum var gestunum þökkuð koman og veittar upplýsingar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við húseigendur þeirra húsa sem fyrirhuguð eru uppkaup á.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að koma á framfæri við ofanflóðasjóð athugasemdum frá húseigendum sem kynntar voru á fundinum.
Málið áfram í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 22. fundur - 18.05.2021

Fyrir lá minnisblað frá Veðurstofu Íslands varðandi endurskoðun hættumats á Seyðisfirði og frá Minjastofnun Íslands varðandi störf ráðgjafarnefndar vegna eldri húsa á skriðusvæði utan Búðarár á Seyðisfirði. Einnig gerði sveitarstjóri grein fyrir samskiptum við fulltrúa Ofanflóðasjóðs en ekki er víst að viðbrögð við erindi sveitarfélagsins, dags. 04.05.21, vegna uppkaupa íbúðarhúsa á Seyðisfirði berist fyrir lok maímánaðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að skila inn athugasemdum við matsgerð Náttúruhamfaratrygginga varðandi tjón á Hafnargötu 37/Angró á Seyðisfirði. Athugasemdir sveitarfélagsins skulu grundvallast á því er fram kemur í minnisblaði Minjastofnunar Íslands varðandi umrædda eign m.a., dags. 03.05.2021. Jafnframt er sveitarstjóra falið að ganga frá lokatilboði til viðkomandi húseigenda vegna uppkaupum á húsum þeirra á grundvelli umræðna á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 23. fundur - 25.05.2021

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi samskipti við húseigendur, fulltrúa Ofanflóðasjóðs og fulltrúa Náttúruhamfaratrygginga Íslands.
Einnig var farið yfir úthlutanir Hvatasjóðs á þessu ári.

Byggðaráð Múlaþings - 24. fundur - 01.06.2021

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi samskipti við húseigendur varðandi möguleg uppkaup sveitarfélagsins á íbúðarhúsnæði á Seyðisfirði.

Byggðaráð Múlaþings - 25. fundur - 15.06.2021

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi samskipti við húseigendur varðandi möguleg uppkaup sveitarfélagsins á íbúðarhúsnæði á Seyðisfirði. Farið var yfir samskipti við Náttúruhamfaratryggingar varðandi mat á tjóni eigna er tilheyra sveitarfélaginu og lögð fram afgreiðsla Ofanflóðanefndar, dags. 11.06.2021, þar sem hafnað er ósk sveitarfélagsins um aukna aðkomu Ofanflóðasjóðs að uppkaupum á fasteignum á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 25. fundur - 16.06.2021

Í kjölfar skriðufalla á Seyðisfirði í desember 2020 lagði umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings fram tillögu um að ráðgjafanefnd yrði sett á laggirnar til þess að fjalla um færslu húsa utan Búðarár. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja niðurstöður ráðgjafanefndarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fagnar tillögum ráðgjafanefndarinnar og þeim hugmyndum sem fram hafa komið um færslur og uppbyggingu á húsum á svæðinu.
Í niðurstöðunum vantar betri útlistun á húsnæðismálum Tækniminjasafns Austurlands og er ráðgjafanefndin beðin um að gera betur grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið með Tækniminjasafninu og þeim hugmyndum sem eru uppi um húsnæðismál safnsins.

Málinu er vísað til byggðaráðs Múlaþings til umfjöllunar og ákvarðanatöku um næstu skref í verkefninu. Jafnframt beinir ráðið því til byggðaráðs að málefni Gamla ríkisins, Hafnargötu 11, verði sett í forgang.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 26. fundur - 22.06.2021

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála í samskiptum við íbúðaeigendur og Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Jafnframt var farið yfir tillögur ráðgjafanefndar um færslu húsa á Seyðisfirði og bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 16.06.2021, þar sem málinu er vísað til byggðaráðs til umfjöllunar og ákvörðunartöku varðandi næstu skref. Byggðaráð mun fjalla nánar um tillögur ráðgjafanefndar á næsta fundi.

Byggðaráð Múlaþings - 27. fundur - 06.07.2021

Fyrir lágu upplýsingar varðandi Hafnargötu 40b, bréf frá íbúum er höfðu búið í húsnæði við Hafnargötu sem ekki er lengur heimilt að búa í og tillögur ráðgjafanefndar um færslu húsa á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að láta bregðast við varðandi Hafnargötu 40b og erindi frá íbúum í samræmi við umræðu á fundinum. Á grundvelli niðurstaðna ráðgjafanefndar um færslu húsa á Seyðisfirði samþykkir byggðaráð að fela sveitarstjóra að láta vinna forgangsröðun á færslu húsa ásamt kostnaðarmati. Horft verði m.a. til fyrirhugaðra skipulagsbreytinga á hafnarsvæði í þeirri vinnu. Að verkefninu komi auk sveitarstjóra m.a. framkvæmda- og umhverfismálastjóri og fulltrúi úr heimastjórn Seyðisfjarðar. Er niðurstaða úr þessari vinnu liggur fyrir verður hún lögð fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 31. fundur - 14.09.2021

Fyrir lá frumkostnaðaráætlun um færslu húsa á Seyðisfirði sem unnin var á vegum starfshóps sem skipaður var í sumar til að vinna frekari greiningu á niðurstöðum ráðgjafanefndar um færslu húsa á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings staðfestir fyrirliggjandi frumkostnaðaráætlun og samþykkir að vísa niðurstöðum starfshópsins til samstarfsnefndar stjórnarráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða

Byggðaráð Múlaþings - 32. fundur - 21.09.2021

Fyrir lá minnisblað frá Eflu verkfræðistofu varðandi frumathugun ofanflóðavarna fyrir svæðið Hafnargata 10-20 á Seyðisfirði.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 35. fundur - 19.10.2021

Fyrir lágu kynningar sérfræðinga Veðurstofu Íslands varðandi annars vegar hættumat á Seyðisfirði, sunnan Fjarðarár og hins vegar vöktun og mælakerfið á Seyðisfirði og jarðfræðilegar rannsóknir sumarið 2021. Einnig lágu fyrir drög að viðbragðsáætlun Almannavarna vegna ofanflóða á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla upplýsinga frá sérfræðingum Eflu varðandi stöðu greiningar bráða- og varanlegra varnarframkvæmda á Seyðisfirði sunnan Fjarðarár. Einnig verði óskað eftir því við Ofanflóðasjóð að skoðaðar verði leiðir til að ýta fram efni umhverfis skriðursár og þá sérstaklega efni milli skriðusárs og Búðarár. Jafnframt verði stefnt að upplýsingafundi með íbúum Seyðisfjarðar fljótlega þar sem umfjöllunarefnið verði m.a. framangreind mál.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 19. fundur - 10.01.2022

Tillaga að minningarreit vegna skriðufalla á Seyðisfirði 18. desember 2020 barst til heimastjórnar seyðisfjarðar frá Ólafíu Þ. Stefánsdóttur vorið 2021. Aðalheiður upplýsti á fundi heimastjórnar að þegar væri hafin vinna við minningarreit við Wathnestorfuna. Hugmyndavinna varðandi það sem eftir stendur af gömlu smiðjunni undir leiðsögn Minjastofnunar var sett af stað vorið 2021 en þarf að vinna frekar með tilsjónaraðilum hússins.

Fyrir fundinum liggur annað bréf frá Ólafíu Þ. Stefánsdóttur þar sem hún kallar eftir upplýsingum um málið og býður sig fram til starfa við hugmyndavinnuna en fjölskylda hennar starfaði í sjö af þeim húsum sem fórust í skriðunni.

Heimastjórn þakkar Ólafíu kærlega fyrir erindið og leggur til að atvinnu- og menningarsvið vinni málið áfram og óskar eftir því að hagaðilar að verkefninu verði kallaðir saman sem fyrst.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 25. fundur - 04.08.2022

Heimastjórn Seyðisfjarðar kallar eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi færslu húsa á Búðareyri og fleira varðandi frágang eftir skriðuföll í desember 2020.

Heimastjórn leggur til við Umhverfis- og framkvæmdaráð að farið verði í vinnu við að klára frágang á Búðareyri eftir skriðuföll hið fyrsta.

Samkvæmt upplýsingum frá Pétri Ármannssyni hjá Minjastofnun eru friðlýsingatillögur varðandi Angró og Hafnargötu 44 farnar frá stofnuninni og bíða afgreiðslu hjá Umhverfisráðuneytinu. Heimastjórn felur fulltrúa sveitastjóra að fylgja málinu eftir innan stjórnsýslu Múlaþings og hjá Umhverfisráðuneytinu.

Heimastjórn kallar eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi Gamla ríkið. Mikilvægt er að það verkefni verið sett af stað af krafti þar sem ástand hússins þolir vart lengri bið.

Heimastjórn hefur áhyggjur af framtíð vannýttra eigna við Stöðvarlæk sem voru yfirtekin af Múlaþingi í kjölfar skriðufalla í desember 2020. Heimastjórn vill að skoðaður verði sá möguleiki að þau hús sem eru í eigu sveitarfélagsins og þarf að færa af svæðinu samkvæmt tillögu Ráðgjafanefndar, en falla ekki undir friðlýsinguna, verði auglýst til sölu með fyrirvara um skilmála til flutnings eða takmarkaða notkun á þeim stað sem þau standa nú.

Samþykkt samhljóma með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 61. fundur - 29.08.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá heimastjórn Seyðisfjarðar þar sem ráðið er hvatt til að fara í vinnu við að klára frágang á Búðareyri eftir skriðuföll hið fyrsta.
Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir stöðu vinnu á svæðinu.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Málinu frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 62. fundur - 05.09.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá heimastjórn Seyðisfjarðar þar sem ráðið er hvatt til að fara í vinnu við að klára frágang á Búðareyri eftir skriðuföll hið fyrsta. Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir stöðu vinnu á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra úrlausn verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 72. fundur - 24.01.2023

Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi húsnæðið Hafnargötu 40B á Seyðisfirði og gerði grein fyrir tillögu að lausn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundinum. Málið verður lagt fyrir byggðaráð á ný til afgreiðslu er niðurstaða liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 34. fundur - 04.05.2023

Gauti Jóhannesson kom á fundinn og fór yfir vinnu starfshóps vegna hamfaranna á Seyðisfirði. Starfshópurinn var á vegum ríkisstjórnarinnar og átti að fylgja eftir málum er vörðuðu aðkomu ríkisins að hreinsun á svæðinu og öðrum aðgerðum sem studdu við að koma samfélaginu í starfhæft horf á ný.

Heimastjórn telur að það hafi verið mikilvægt skref að samræma aðkomu ráðuneyta í gegnum þennan hóp, það hafi skilað tilætluðum árangri varðandi fyrstu viðbrögð í kjölfar hamfaranna. Heimastjórn telur þó brýnt að sveitarstjórn haldi óloknum verkefnum á lofti í viðeigandi ráðuneytum.

Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar Gauta fyrir komuna og greinargóða yfirferð.

Gestir

  • Gauti Jóhannesson - mæting: 15:00

Byggðaráð Múlaþings - 84. fundur - 16.05.2023

Fyrir liggur svar umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis varðandi kostnað við flutning húsa á Seyðisfirði þar sem fram kemur m.a. að ekki sé ástæða til að uppfæra það kostnaðarmat er unnið var í september 2021 og að framlag ríkisins, 190 m.kr., feli í sér allan kostnað við flutning húsa og 50% af kostnaði við endurbyggingu á nýjum stað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings beinir því til ríkisstjórnar að tekin verði til endurskoðunar sú ákvörðun að einungis verði komið að 50% af kostnaði við endurbyggingu Angró og Wathnehúss á Seyðisfirði. Um er að ræða friðuð hús sem hafa mikið menningarsögulegt gildi. Fyrir liggja tillögur ráðgjafanefndar um færslu húsa á Seyðisfirði þar sem þessum tveimur húsum er fundin vænleg framtíðarstaðsetning á öruggu svæði og er óskað eftir því, í ljósi sögulegs gildis umræddra húsa, að fjárframlag ríkisins standi undir kostnaði við flutning og endurbyggingu húsanna. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 100. fundur - 21.11.2023

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum vegna mögulegra kaupa sveitarfélagsins á fasteigninni að Hafnargötu 40B á Seyðisfirði og fór yfir drög að kaupsamningi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings veitir sveitarstjóra umboð til að ganga frá kaupum á fasteigninni að Hafnargötu 40B á Seyðisfirði, fyrir hönd sveitarfélagsins, í samræmi við ákvæði fyrirliggjandi draga að kaupsamningi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?