Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 17. fundar á árinu 2006 í Hreppsstofu mánudaginn 16. okt. 2006 kl. 17:40. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón S., Steinn, Ólafur og varamaðurinn Bjarni Sveinsson.
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Meðal annars drepið á:
Fjárhagsáætlun 2006, nýafstaðinn aðalfund SSA og Hafnarsambandsþing.
Skipulag og búsetuþróun; - kynning á málþingi.
Félagsþjónustan; - farið yfir verklag og verksvið Félagsþjónustunnar á Héraðssvæði og það helsta sem snýr að Borgarfjarðarhreppi.
Grunnskóli; - sagt frá helstu málum sem eru á döfinni. Vatnsveita; - nú sér fyrir endann á lagfæringum á vatnsbólum vegna mengunar sem kom upp fyrr í haust. Umhverfisstofnun hyggst halda almennan fund um náttúruvendaráætlu og friðlýsingu fljótlega. Rætt um fyrirhugaðar sjóvarna í Karlfjöru og við Fiskmóttökuhús. Sagt frá starfi almannavarnanefndar. Fyrirspurn barst frá Svæðisvinnumiðlun um að skrifstofa Borgarfjarðarhrepps sinni skráningu og ráðgjöf fyrir Svæðisvinnumiðlunina. Að gefnu tilefni var farið yfir Fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur þar sem brögð hafa verið að því að sauðfé sem var á aðalrétt, Brandsbalarétt, hafi verið sleppt úr rétt af óviðkomandi.
2. Hafnarmál: Farið yfir gjaldskrá fyrir Borgarfjarðarhöfn. Samþykkt að gjaldskrá frá 7. september 2004 standi óbreytt. Hafnarreglur endurskoðaðar. Einnig drepið á m.a. bryggjukrana, ljós á bryggjum og olíutank.
3.Umhverfismat Samgönguáætlunar 2007-2018: Farið yfir drög að Umhverfismati samgönguáætlunar 2007-2018, ekki þótti ástæða til athugasemda.
4. Vaxtasamningur Austurlands: Viljayfirlýsing sveitarfélaga á Austurlandi um aðkomu að Vaxtarsamningi Austurlands kynntur og borinn upp til samþykktar, samþykkt einróma.
5. Svæðisskipulag Héraðssvæða: Framlögð erindi um breytingar á Svæðisskipulagi Héraðssvæðis 1998-2010. Breytingin er innan Fljótsdalshéraðs. Annars vegar færsla á vegi (þjóðvegur 1) norður fyrir Gilsá og hinsvegar breytt landnot jarðarinnar Þuríðarstaða. Hreppsnefndin gerir ekki athugasemdir við breytingarnar.
6. Skólamáltíðir: Skólamötuneyti er komið í gagnið og stendur nú öllum grunnskólabörnum til boða. Hreppurinn greiðir vinnulaun en foreldrar greiða hráefniskostnað.
Fleira ekki fundi slitið kl. 23.45
Óli Hall fundarritari