Mánudaginn 20. apríl 2020 kl: 17:00 kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 9. fundar á árinu í Fjarðarborg. Mættir hreppsnefndarmennirnir: Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur, Eyþór og Jón.
1. Ráðning skólastjóra.
Tvær umsóknir hafa borist um stöðu skólastjóra. Skólanefnd hefur farið yfir umsóknirnar og mælir með að María Pálsdóttir verði ráðin. Hreppsnefnd fellst á þetta og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi.
2. Borg ehf. Jón Sigmar vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi og var það samþykkt einróma.
Falast hefur verið eftir kaupum á félaginu Borg ehf sem er í eigu Borgarfjarðarhrepps. Samþykkt að seljan félagið ef viðunandi tilboð fæst.
3. Fundargerðir:
a. Skólanefnd 06.04.2020, lögð fram og rædd.
b. Héraðsskjalasafn Austfirðinga 06.04.2020, lögð fram til kynningar.
4. Skýrsla sveitarstjóra
Farið yfir fjárfestingaátak í Brothættum byggðum. Sagt frá vinnu við
samning um rekstur á Hafnarhúsinu.
Fundi slitið kl: 19:00
Jón Þórðarson ritaði
Borgarfjarðarhreppur óskar eftir íbúðarhúsnæði minnst 4jra herbergja til leigu næsta skólaár fyrir starfsmann grunnskóla. Áhugasamir setji sig í samband við sveitarstjóra.
Í ljósi áhuga fyrir félaginu Borg ehf. kt. 123456-7890 auglýsir Borgarfjarðarhreppur eftir tilboðum í félagið. Félagið verður selt fáist viðunandi tilboð og er skilafrestur tilboða til 25.maí næstkomandi.