Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

5. fundur 02. mars 2020

Mánudaginn 2. mars 2020 kl: 17:00 kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 5. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur, Eyþór og Elísabet í stað Jóns.

1.Yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga 18.04.2020

Vegna athugasemda við afgreiðslu þessa máls á síðasta fundi er það tekið fyrir aftur.
Sveitarstjórnir sveitarfélaganna fjögurra skulu kjósa sameiginlega þrjá fulltrúa í yfirkjörstjórn og þrjá til vara. Kjörstjórnir þær sem kosnar voru í upphafi yfirstandandi kjörtímabils, skv. 14. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, skulu vera undirkjörstjórnir við kosningar, nema annað verði ákveðið.

Lögð var fram tillaga um aðal – og varafulltrúa í yfirkjörstjórn. Lagt er til að aðal – og varafulltrúar vinni sameiginlega að undirbúningi og framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna, kjöri í heimastjórnir og atkvæðagreiðslu um nýtt nafn.
Aðalfulltrúar:
Ásdís Þórðardóttir Djúpavogi
Björn Aðalsteinsson Borgarfirði
Stefán Þór Eyjólfsson Fljótsdalshéraði

Varafulltrúar:
Arna Christiansen Fljótsdalshéraði
Guðni Sigmundsson, Seyðisfirði
Þórunn Hálfdánardóttir Fljótsdalshéraði

Tillagan lögð fram og samþykkt einróma.

2. Ríkiskaup vegna örútboðs á raforku.

Borgarfjarðarhreppi hefur borist tillaga að vali á bjóðanda í útboði nr. 21075. Borgarfjarðarhreppur hefur ákveðið að fara að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum í útboðskerfinu. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda.

3. Beiðni um stofnun lands útúr Geitavík 2.

Lögð hefur verið fram beiðni um stofnun lands útúr jörðinni Geitavík 2. Það er u.þ.b. einn hektari að stærð og mun bera nafnið Hvítanes og er staðsett utan Grafgils fyrir neðan veg.

Hreppsnefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti.

4. Umsóknir Vegagerðarinnar um stofnun vegsvæða úr óskiptu landi

Umsóknin snýr að stofnun vegsvæða úr óskiptu landi Njarðvíkurjarðanna vegna vegagerðar um Vatnsskarð. Hreppsnefnd samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

5. Fundargerðir

a. Haust 18.02.2020, lögð fram til kynningar.

6. Skýrsla oddvita

Staða útboðs á leigu í Hafnarhúsi.
Auglýsing fyrir rekstur Hafnarhúss hefur verið birt m.a. í Fréttablaðinu, Dagskránni og á heimasíðu Borgarfjarðarhrepps. Helgi Hlynur vék af fundi og í kjölfar þess var farið yfir matsblað vegna auglýsingarinnar og vægi matsþátta ákvarðað.

Eyþór Stefánsson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?