Mánudaginn 17. febrúar 2020 kl: 17:00 kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 4. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur, Eyþór og Jón.
Tillaga að dagskrárbreytingu: Við þriðja lið fundargerðir bætist c. liður fundargerð Skipulags og bygginganefndar frá 17.02.2020
1. Leiga á aðstöðu í Þjónustuhúsi við Bátahöfnina.
Unnið að útboðstillögu vegna málsins.
2.Yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga 18.04.2020
Vegna boðara sveitarstjórnakosninga í sameinuðu sveitarfélagi er lagt til að formenn núverandi kjörstjórna sveitarfélaganna myndi yfirkjörstjór við kosningarnar 18. Apríl og verður Björn Aðalsteinsson fulltrúi Borgarfjarðarhrepps. Vegna þessa þarf að bæta við varamanni í kjörstjórn Borgarfjarðarhrepps og er Sigrún Halldóra Arngrímsdóttir tilnefnd.
3. Fundargerðir
a. Fundur skólastjóra, formanns skólanefndar og sveitarstjóra. Lögð fram til upplýsingar.
b. Samband ísl. sveitarfélaga 31.01.2020, lögð fram til kynningar.
c. Skipulags og bygginganefnd 17.02.2020, fjallað um breytingu á lóð Bakkakots og heimild til niðurrifs núverandi húss. Fundargerðin rædd og samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
4. Skýrsla sveitarstjóra
Staðgreiðsluuppgjör 2019. Rætt um undirbúning sýningar í hafnarhúsinu. Sagt frá fyrirhugaðri endurnýjun björgunarskýlis í Brúnavík.
Fundi slitið kl: 20.00
Jón Þórðarson ritaði