Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

3. fundur 03. febrúar 2020

Mánudaginn 3. febrúar 2020 kl: 17:00 kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 3. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Helgi Hlynur (mætti undir lið 2.) , Eyþór og Jón, Elísabet í stað Jóns Sigmars.

1. Leiga á aðstöðu í Þjónustuhúsi við Bátahöfnina.
Austurbrú hefur tekið að sér að vinna tillögur að verklagi við útleigu á aðstöðu í Þjónustuhúsinu bið bátahöfnina. Eyþór Stefánsson hefur umsjón með málinu hjá Austurbrú.
Farið yfir tillögur og unnið að undirbúningi auglýsingar sem verður birt um 20. feb.

2. Minjasafn Austurlands viðbótarframlag vegna 2019.
Óskað eftir viðbótarframlagi vegna 2019 kr. 68.776, ástæðan er launahækkanir umfram áætlanir. Samþykkt að verða við þessu og bóka framlagið á árið 2019.

3. Húsnæðisáætlun Borgarfjarðarhrepps
Í bréfi frá Húsnæðis og mannvirkjastofnun er bent á að uppfærslu er þörf á áætlun Borgarfjarðarhrepps og gefin frestur til 1. mars. Hreppsnefnd samþykkir að fara þess á leit við Starfshóp um húsnæðismál undir stjórn Rögnu Óskarsdóttur sem síðast kom að breytingu áætlunarinnarað taka verkið að sér.

4. Samningur við Jötun um kaup á tveimur parhúsum liggur fyrir. Hreppsnefnd fór yfir samningin, borin upp og samþykktur einróma. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.

5. Bréf
a. Stjórn Fjarðarborgar, bréf frá undirbúnings stjórn sameiaðs sveitarfélags um framtíðarfyrirkomulag á rekstri Fjarðarborgar. Fjarðarborg heyrir nú undir Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps. Hreppsnefndin telur réttast að eftir sameiningu heyri málefni Fjarðarborgar undir Heimastjórn Borgarfjarðar.

6. Fundargerðir
a. Hafnarsamband 20.01.2020 og Siglingaráð 07.11.2019, lagðar fram til kynningar.

7. Skýrsla sveitarstjóra, rætt um uppsetningu neyðarlínanunnar í Njarðvík.

Fundi slitið kl: 18.50

Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?