Mánudaginn 20. janúar 2020 kl: 17:00 kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 2. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur, Eyþór og Jón.
1. Samræming gjalddaga fasteignargjalda Borgarfjarðarhrepps fyrir 2020 við Seyðisfjarðarkaupstað, Fljótsdalshérað og Djúpavogshrepp vegna sameiningar
sveitarfélaganna. Hreppsnefnd samþykkir að gjalddagar verði 9 fyrir árið 2020; 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1.
maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. september og 1. október.
2. Bygging leiguíbúða.
Fyrir liggur tilboð í tvö parhús fjórar leiguíbúðir sem fyrirhugað er að reisa á árinu. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Jötunn byggingar um kaup og uppsetningu á húsunum. Samþykkt einróma.
3. Umsókn um lóð frá Ericu Sieling, sótt er um lóð utan við Sæbakka sem er í skipulagsvinnslu. Hreppsnefnd lítur jákvætt á málið og vísar því til Skipulags – og byggingarnefndar.
4. Skýrsla sveitarstjóra, rætt um foktjón sem varð á loftnetsbúnaði á Fjarðarborg.
Hugmyndir að rekstrarfyrirkomulagi þjónustuhúss við höfnina ræddar og ákveðið að leita ráðgjafar hjá fagaðilum.
Fundi slitið kl: 19.25
Jón Þórðarson ritaði