Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

1. fundur 06. janúar 2020

Mánudaginn 6. janúar kl: 17:00 kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 1. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur, Eyþór og Jón.

1. Úthlutun byggðakvóta 2019/2020
Borgarfjarðarhreppur hefur fengið úthlutað 26 þorskígildistonnum. Fiskistofa annast úthlutun samkvæmt gildandi reglum.

2. Umsókn um íbúð frá Árna Magnússyni.
Árni sækir um leiguíbúð, engin íbúð er laus en auglýst verður um leið og íbúð losnar.

3. Bygging leiguíbúða.
Tilboð hafa borist sem eru til skoðunar. Ákvörðun verður tekin innan skamms.

4. Fundargerðir:
a. Samband ísl. sveitarfélaga 13.12.2019, lögð fram til kynningar.
b. Hafnarsamband Íslands 06.12.2019, lögð fram til kynningar.

5. Skýrsla sveitarstjóra, málun og yfirferð á Breiðvangi 1 í gangi. Fjarðarborg blásari í loftræstingu og talsvert af ljósum endurnýjað. Uppgjör á lagningu ljósleiðara í vinnslu.

Fundi slitið kl: 18.50

Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?