Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

7. fundur 20. mars 2020

Föstudaginn 20. mars 2020 kl: 17:00 kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 7. fundar á árinu í Fjarðarborg. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur, Eyþór og Jón. Magnús Jónsson endurskoðandi tók þátt í fyrsta lið gegnum fjarfundabúnað. Auður Vala Gunnarsdóttir kom á fundinn og kynnti hugmynd fyrir hreppsnefnd. Helgi Hlynur vék af fundi undir lið 4.

1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2019 fyrri umræða.
Magnús skýrði reikninginn og svaraði fyrirspurnum, að því loknu bar oddviti reikninginn upp og var hann samþykktur og vísað til síðari umræðu.

2. Hreindýraráð, beiðni um sameiginlega tilnefningu.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps leggur til við stjórn SSA að hún skipi sameiginlegan fulltrúa sveitarfélaga á svæðinu.
3. Fuglavernd erindi um leigu nitja Hafnarhólma. Sveitarstjóra falið að ræða við Fuglavernd
um málið.

4. Hafnarhús tilboð í rekstur.
Austurbú annaðist útboðið og fór yfir þrjú tilboð sem bárust, haft verður samband við bjóðendur og málið tekið fyrir á næsta fundi.

5. Fundargerðir:
a. Skipulags og bygginganefnd 19.03.2020. Umsóknum lóð frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og breytingar á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps. Fundargerðin rædd og samþykkt.
b. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 11.03.2020, lögð fram til kynningar.
c. Samband ísl. sveitarfélaga 28.02.2020, lögð fram til kynningar.
d. Hafnarsamband 26.02.2020, lögð fram til kynningar.
e. Héraðsskjalasafn 24.02.2020, lögð fram til kynningar.

6. Skýrsla sveitarstjóra
Vinna við byggingu Lækjarbrúnar og Lækjargrundar enn samkvæmt áætlun.

Fundi slitið kl: 20.00

Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?