Mánudaginn 16. desember kl: 17:00 kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 25. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur og Jón, Elísabet í stað Eyþórs.
1. Viðauki 1/2019 við fjárhagsáætlun fyrir árið 2019
Breytingar á fjárfestingu:
Hækkun á fjárfestingu eignasjóðs er 26.869.137 kr
Framkvæmdir verða fjármagnaðar með handbæru fé.
Hækkun á fjárfestingu hafnarsjóðs er 1.494.263 kr.
Framkvæmdir verða fjármagnaðar með handbæru fé.
Hækkun á fjárfestingu þjónustumiðstöðvar er 2.673.762 kr.
Framkvæmdir verða fjármagnaðar með handbæru fé.
Hækkun á fjárfestingu félagslegra íbúða er 933.000 kr.
Framkvæmdir verða fjármagnaðar með handbæru fé.
Lækkun á fjárfestingu gatnagerðar er 2.000.000 kr.
Breytinar á rekstrarkostnaði:
Viðhald á Lindarbakka hækkar um 2.309.945 kr.
Viðhald verður fjármagnað með handbæru fé.
Rekstrarniðurstaða:
Rekstrarafkoma lækkar um 2,3 millj. kr., það er úr 8,7 millj. kr. í 6,4 millj. kr.
Handbært fé, breyting:
Handbært fé lækkar um 32.280.107 kr. það er úr 81,8 millj. kr. í 49,5 millj
Borið upp og samþykkt einróma.
2. Betri Borgarfjörður erindi.
Lagt er til að sótt verði um styrk í Uppbyggingasjóð Austurland tilverkefnis til aukningar á starfsemi í Fjarðarborg. Borgarfjarðarhreppur mun taka þátt í verkefninu ef framlag fæst.
3. Fundargerðir
a. Samband ísl. sveitarfélaga 29.11.2019, lögð fram til kynningar.
4. Bréf
a. Vegna leikskólalóðar. Rólan hefur verið tekin niður og ný róla er til, stefnt er að uppsetningu við fyrsta tækifæri.
5. Skýrsla sveitarstjóra.
Rætt um byggingu leiguíbúða.
Fundi slitið kl: 17.50
Jón Þórðarson ritaði