Fimmtudaginn 12. desember kom hreppsnefnd saman til 24. fundar á árinu í Hreppsstofu. Fundurinn er aukafundur. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur og Jón, Eyþór boðaði forföll.
1. Fjárhagsáætlun 2020 með þriggja ára áætlun 2021-2023 síðari umræða.
Að lokinni umræðu um fjárhagsáætlunina var hún borin upp og samþykkt einróma með áorðnum breytingum.
Helstu niðurstöður í þús. kr. A og B-hluti
Skatttekjur 64.680
Framlög Jöfnunarsjóðs 32.040
Aðrar tekjur 46.726
Tekjur samtals 143.446
Gjöld 135.330
Niðurstaða án fjármagnsliða. 8.016
Fjármagnstekjur 1.813
Rekstrarniðurstaða 6.303
Veltufé frá rekstri 18.658
Fjárfesting ársins 20.000
Helsta fjárfesting er Þjónustuhús og félagslegar íbúðir.
Fundi slitið kl: 18.20
Jón Þórðarson ritaði