Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

13. fundur 01. júlí 2019

Mánudaginn 1. júlí 2019 kl: 17:00 kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 13. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Helgi Hlynur, Eyþór og Jón, Elísabet í stað Jóns Sigmars.

1. Samstarfsnefnd, tillaga um atkvæðagreiðslu vegna sameiningarviðræðna síðari umræða.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkir að atkvæðagreiðsla fari fram 26.
október 2019 og felur samstarfsnefnd að kynna tillöguna og helstu forsendur
fyrir íbúum.

2. Erindi til HSA í framhaldi af heimsókn 3. júní.
Hreppsnefnd fór yfir tillögur fundar um heilbrigðisþjónustu frá 6. júní og
smþykkir að senda þær sem sínar til HSA með smávægilegum breytingum.
Tillögurnar verða birtar á heimasíðu Borgarfjarðar.

3.Samningur við Vegagerðina og afsal vegna lagfæringar vegar yfir Vatnsskarð.
Samningur undirritaður.

4. Bréf:
a. Samband ísl. sv. Um álagningarprósentur fasteignagjalda. Lagt fram til kynningar.
b. Frá skólastjóra grunnskólans.
Tilögur að mönnun skólans í vetur frá skólastjóra.

5. Fundargerðir:
a. Umhverfisnefnd 25.06.2019, Úrbótaganga niðurstöður.
Hreppsnefnd fagnar þessari vinnu Umhvefisnefndar og hvetur íbúa til
þátttöku.
b. Samband ísl. sveitarfélaga 29.05.2019 og 21.06.2019, lagðar fram til
kynningar.
c. SSA 07.05.2019, lögð fram til kynningar.
d. Skipulags og bygginganefnd, m.a. fjallað um breytt aðal- og
deiliskipulag í landi Geitlands, hreppsnefndin samþykkir tillögurnar.

6. Skýrsla sveitarstjóra
Viðgerð á Lindarbakka að mestu lokið. Háfur og blásari frágengið í Fjarðarborg.

Fundi slitið kl: 19:15

Jón Þórðarson Sveitarstjóri

Getum við bætt efni þessarar síðu?