Þriðjudaginn 14. maí 2019 kl: 18:00 kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 11. fundar á árinu í Hreppsstofu fundurinn er aukafundur. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur og Jón, Elísabet í stað
Eyþórs.
1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2018 síðari umræða.
Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga, reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 168,9 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 156,3 millj. kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark.
Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki var 0,45% en
lögbundið hámark með álagi er 0,625%. Í B-flokki var álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var álagningarhlutfallið 1,45% en lögbundið hámark með álagi er 1,65% .
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, var jákvæð um 38,1 millj. kr., en þar af var rekstrarniðurstaða A hluta jákvæð um 41,8 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok
2018 var jákvætt um 325,4 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 307,0 millj. kr.
Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps fyrir 2018 borinn upp við síðari umræðu með áorðnum breytingum og samþykktur einróma. Reikningurinn liggur frammi á Hreppsstofu og verður birtur á heimasíðunni.
2. Vinnuskóli/ sumarvinna unglinga.
Vegna skorts á unglingum til sumarstarfa á vegum Borgarfjarðarhrepps verður ungmennum með tengsl við Borgarfjörð gefin kostur á sumarstörfum.
3. Smáíbúð í Þórshamri umsóknir.
Tvær umsóknir hafa borist, áveðið að leigja íbúðina Bjarna Rafni Ingvasyni enda flytji hann ásamt eiginkonu lögheimili til Borgarfjarðar.
4. Gamli leikskólinn.
Ákveðið að leigja Íslenkum dún ehf. gamla leikskólan undir sína starfsemi frá næstu mánaðarmótum.
Fundi slitið kl: 18:40
Jón Þórðarson ritaði