Mánudaginn 6. maí 2019 kl: 17:00 kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 10. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Helgi Hlynur, Eyþór og Jón, einnig sat Magnús Jónsson endurskoðandi fundinn undir fyrsta lið.
1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2016 fyrri umræða.
Magnús skýrði reikninginn og svaraði fyrirspurnum, að því loknu bar oddviti reikninginn upp og var hann samþykktur einróma.
2. Umsókn um starf skólastjóra.
Staða skólastjóra var auglýst 15. mars og uppfærð 21. mars. Ein umsókn barst frá starfandi skólastjóra Sigþrúði Sigurðardóttur. Einróma samþykkt að ráða Sigþrúði.
3. Vegagerðin vegna fyrirhugaðra framkvæmda á vegi yfir Vatnsskarð.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi áætlun Vegagerðarinnar
4. Erindi frá Ferðamálahóp Borgarfjarðar eystri.
Erindið snýst um hraðaakstur í þorpinu. Hreppsnefndin mun beita sér fyrir úrbótum.
5. Íbúðalánasjóður vegna stofnframlaga.
Umbeðnar upplýsingar koma fram í umsókn Borgafjarðarhrepps um stofnframlag sem hefur þegar verið send Íbúðarlánasjóði.
6. Bréf: Sveitarstjórnarráðuneytið um fjármál sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar
7. Fundargerðir:
a. Umhverfisnefnd 29.04.2019, sagt frá úrbótargöngu og hugmynd um samfélagssvín o.fl.
b. Skólanefnd 29.04.2019. Lögð fram til kynningar.
c. Landbúnaðarnefnd 28.04.2019. Athugasemdir gerðar við nýja Fjallskilasamþykkt SSA, oddvita falið að koma þeim á framfæri. Einnig samþykkt að Njarðvíkurrétt verði aukarétt í Fjallskilasamþykkt SSA. Þá samþykkti Landbúnaðarnefnd að gera breytingu á Búfjárhaldssamþykkt Borgarfjarðarhrepps er lýtur að lausagöngu búfjár í Loðmundarfirði og verði hún óheimil frá 1.nóvember – 1.júní ár hvert. Hreppsnefnd fellst á þessar tillögur Landbúnaðarnefndar.
d. Minjasafns Austurlands aðalfundur 16.04.2019, lögð fram til kynningar.
e. Samband ísl. sveitarfélaga 11.04.2019, lögð fram til kynningar.
f. Fundargerðir Hafnarsambands 10.04.2019 lögð fram til kynningar.
g. Svæðisskipulagsnefnd frá 11.02.2019. Hreppsnefnd
Borgarfjarðarhrepps samþykkir breytta lýsingu svæðisskipulags Austurlands, sem tekur tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar.
8. Skýrsla sveitarstjóra
Rætt um framkvæmdir á Lindarbakka.
Fundi slitið kl: 21:00
Jón Þórðarson ritaði
Smáíbúð í Þórshamri er laus til umsóknar, umsóknarfrestur til 14/5